Erlent

Iðnaðarmanni bjargað á elleftu stundu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Iðnaðarmaður slapp með skrekkinn í borginni Houston í Texasríki í gær þegar honum var bjargað naumlega af svölum húss sem stóð í ljósum logum.

Húsið, sem í áttu að vera lúxusíbúðir, var enn í byggingu og er talið að glóð frá logsuðutæki hafi kveikt eldinn. Húsið var metið á fimmtíu milljón dali, en það jafngildir um 5,7 milljörðum króna.

Níutíu iðnaðarmenn voru í húsinu þegar eldurinn kom upp en tæplega tvö hundruð slökkviliðsmenn voru kallaðir út. Engan sakaði í eldinum en húsið er gjörónýtt.

Ótrúlega björgun iðnaðarmannsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×