Erlent

Lífverðir Obama sendir heim vegna fyllerís

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Obama í Hollandi.
Obama í Hollandi. vísir/afp
Þrír lífverðir Baracks Obama Bandaríkjaforseta voru sendir heim úr ferð hans til Hollands vegna agabrota.

Komið var að einum þeirra haugdrukknum á hótelherbergi, að sögn fréttastofu Sky, og voru mennirnir sendir heim á sunnudag.

Brot hinna mannanna fólust í því að þeir aðhöfðust ekkert þegar samstarfsmaður þeirra drakk sig fullan. Ekki er vitað hvort þeir hafi einnig verið undir áhrifum eða hvenær mennirnir áttu að mæta á vakt daginn eftir.

Talsmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna segir að þrátt fyrir þetta hafi öryggi forsetans aldrei verið ógnað. Mennirnir þrír eru nú í leyfi en ferðalag forsetans um Evrópu heldur áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×