Erlent

Apple lofar að auka fjölbreytni í emoji-táknum sínum

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Úrval emoji-táknanna er frekar einsleitt hvað varðar kynþátt.
Úrval emoji-táknanna er frekar einsleitt hvað varðar kynþátt. Vísir/Skjáskot
Tæknirisinn Apple hefur verið gagnrýndur fyrir skort á fjölbreytileika í emoji-rittáknum sínum. Fyrirtækið lofar nú að auka kynþáttafjölbreytni í táknunum. Gizmodo segir frá. 

Popptónlistarkonan Miley Cyrus setti út á það úrval sem Emoji-tákn Apple hafa upp á að bjóða, en tákngerðin inniheldur næstum aðeins táknmyndir af fólki með hvítan húðlit.

Popptónlistarstöðin MTV ákvað að senda fyrirspurn á Tim Cook, forstjóra fyrirtækisins. Í fyrirspurninni spyr stöðin hvort Apple ætli sér að gera nokkuð í málinu. Katie Cotton, varaforseti samskiptadeildar Apple svaraði fyrirspurninni.

„Tim áframsendi póstinn ykkar til mín. Við erum sammála ykkur. Emoji-táknin okkar eru byggð á Unicode-staðlinum, sem er nauðsynlegt svo mögulegt sé að lesa táknin á öðrum tækjum og forritum," sagði Cotton í svari sínu. „Nauðsynlegt er að auka fjölbreytileika í táknagerðinni, og við erum að vinna náið með Unicode-teyminu til þess að uppfæra rittáknin."

Hér fyrir neðan má sjá tíst (e. tweet) frá poppstjörnunni Cyrus þar sem hún hvetur Apple til að breyta emoji-táknunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×