Erlent

Lestarstjóri dottaði á vakt

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Lestin flaug af sporinu, slasaði 32 og olli miklum skemmdum á brautarpallinum.
Lestin flaug af sporinu, slasaði 32 og olli miklum skemmdum á brautarpallinum. Vísir/AP
Lestarstjóri farþegalestar sem fór af sporinu í Chicago segist hafa dottað á vakt. 32 meiddust í slysinu. BBC segir frá.

Lestin fór af teinunum á O'Hare flugvelli í Chicago meðan lestarstjóri svaf við stýrið, og hemlaði þar af leiðandi ekki. Lestin kastaðist af sporinu og upp á rúllustiga, en 32 slösuðust við atvikið. 

Konan, sem ekki er nefnd á nafn, hefur unnið sem lestarstjóri í tvo mánuði. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem hún blundar á vakt. Í febrúar sofnaði hún við stýrið og missti af einni stöð, og var henni var refsað fyrir mistökin.

Konan var sögð hafa hvikult vaktaskipulag, og því hafi svefn hennar verið óreglulegur að sama skapi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×