Erlent

Sisi marskálkur lýsir yfir framboði í Egyptalandi

Abdul Fattah  al-Sisi marskálkur.
Abdul Fattah al-Sisi marskálkur. Vísir/AFP
Abdul Fattah  al-Sisi marskálkur og fyrrverandi yfirmaður egypska hersins tilkynnti í gærkvöldi um framboð sitt til forseta landsins. Búist hefur verið við þessari yfirlýsingu frá al-Sisi í nokkurn tíma og því kom ávarp hans í egypska sjónvarpinu í gær fáum á óvart.

Sisi var maðurinn á bakvið það þegar forseta landsins Muammad Morsi var steypt af stóli síðasta sumar og er talið afar líklegt að hann fari með sigur af hólmi.

Gagnrýnendur hans saka hann þó um víðtæk mannréttindabrot og óttast að hann vilji koma alræði á í landinu að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×