Risastór rotta hræddi sænska fjölskyldu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. mars 2014 12:27 Risarottan var tæpir 40 sentímetrar að lengd. Heimili sænsku Bengtson-Korsås fjölskyldunnar, í Stokkhólmi, fór nánast á hvolf þegar risastór rotta birtist í eldhúsinu. Heimilskötturinn Enok var búinn að vera á vappi í kringum uppþvottavélina á heimilinu og bjuggust fjölskyldumeðlimir við því að mús leyndist þar á bakvið. Þegar Signe Bengtson-Korsås ætlaði að setja rusl í ruslatunnuna sá hún rottuna, sem var 39,5 sentímetra löng - og þá er halinn ekki talinn með. „Ég stökk upp á borð,“ segir Signe í samtali við Aftonbladet. Hún hringdi í eiginmann sinn sem var staddur í útilegu ásamt syni þeirra. „Ég hélt að hún væri að ýkja þegar hún sagði mér hversu stór rottan væri. Svona eins og þegar krakkar sjá köngulær og halda að þær séu stærri en þær eru,“ segir Erik Bengtson-Korsås.Kötturinn hörfaði Signe reyndi eins og hún gat að hræða rottuna, sem byrjaði að rölta út úr skápnum þar sem ruslatunnan var geymd. Rottan virtist eflast við tilraunir Signe og barna hennar og rölti hægt og rólega út á eldhúsgólfið. Kötturinn Enok hörfaði, var hræddur við þessa stóru rottu. Að lokum rölti rottan aftur inn í holu sína.Gildrum komið upp Signe hafði samband við meindýraeyði sem kom samstundis upp nokkrum risastórum gildrum. Seinna sama dag heyrðist smellur – rottan stóra festist í einni gildrunni. En þegar meindýraeyðirinn ætlaði að sækja rottuna kom í ljós að gildran hafði ekki virkað sem skyldi. Rottan hafði einfaldlega tekið gildruna með sér – gekk með hana um hálsinn. Síðar fannst rottan við holuna sína. Gildran hafði þrengst eftir að rottan festi hana á leið sinni í holuna sína.Nagaði sig í gegnum steypu Rottan stóra hafði nagað sig í gegnum spýtur og steypu í leið sinni inn á eldhúsgólf Bengtson-Korsås fjölskyldunnar. Hún hafði nagað í sundur vatnsleiðslur og fleira og ollið töluverðum skemmdum. Fjölskyldunni var að sjálfsögðu mjög brugðið við þessa uppákomu. „Þetta er stærsta rotta sem ég hef nokkru sinni séð,“ útskýrir Erik Bengtson-Korsås. Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Heimili sænsku Bengtson-Korsås fjölskyldunnar, í Stokkhólmi, fór nánast á hvolf þegar risastór rotta birtist í eldhúsinu. Heimilskötturinn Enok var búinn að vera á vappi í kringum uppþvottavélina á heimilinu og bjuggust fjölskyldumeðlimir við því að mús leyndist þar á bakvið. Þegar Signe Bengtson-Korsås ætlaði að setja rusl í ruslatunnuna sá hún rottuna, sem var 39,5 sentímetra löng - og þá er halinn ekki talinn með. „Ég stökk upp á borð,“ segir Signe í samtali við Aftonbladet. Hún hringdi í eiginmann sinn sem var staddur í útilegu ásamt syni þeirra. „Ég hélt að hún væri að ýkja þegar hún sagði mér hversu stór rottan væri. Svona eins og þegar krakkar sjá köngulær og halda að þær séu stærri en þær eru,“ segir Erik Bengtson-Korsås.Kötturinn hörfaði Signe reyndi eins og hún gat að hræða rottuna, sem byrjaði að rölta út úr skápnum þar sem ruslatunnan var geymd. Rottan virtist eflast við tilraunir Signe og barna hennar og rölti hægt og rólega út á eldhúsgólfið. Kötturinn Enok hörfaði, var hræddur við þessa stóru rottu. Að lokum rölti rottan aftur inn í holu sína.Gildrum komið upp Signe hafði samband við meindýraeyði sem kom samstundis upp nokkrum risastórum gildrum. Seinna sama dag heyrðist smellur – rottan stóra festist í einni gildrunni. En þegar meindýraeyðirinn ætlaði að sækja rottuna kom í ljós að gildran hafði ekki virkað sem skyldi. Rottan hafði einfaldlega tekið gildruna með sér – gekk með hana um hálsinn. Síðar fannst rottan við holuna sína. Gildran hafði þrengst eftir að rottan festi hana á leið sinni í holuna sína.Nagaði sig í gegnum steypu Rottan stóra hafði nagað sig í gegnum spýtur og steypu í leið sinni inn á eldhúsgólf Bengtson-Korsås fjölskyldunnar. Hún hafði nagað í sundur vatnsleiðslur og fleira og ollið töluverðum skemmdum. Fjölskyldunni var að sjálfsögðu mjög brugðið við þessa uppákomu. „Þetta er stærsta rotta sem ég hef nokkru sinni séð,“ útskýrir Erik Bengtson-Korsås.
Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira