Risastór rotta hræddi sænska fjölskyldu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. mars 2014 12:27 Risarottan var tæpir 40 sentímetrar að lengd. Heimili sænsku Bengtson-Korsås fjölskyldunnar, í Stokkhólmi, fór nánast á hvolf þegar risastór rotta birtist í eldhúsinu. Heimilskötturinn Enok var búinn að vera á vappi í kringum uppþvottavélina á heimilinu og bjuggust fjölskyldumeðlimir við því að mús leyndist þar á bakvið. Þegar Signe Bengtson-Korsås ætlaði að setja rusl í ruslatunnuna sá hún rottuna, sem var 39,5 sentímetra löng - og þá er halinn ekki talinn með. „Ég stökk upp á borð,“ segir Signe í samtali við Aftonbladet. Hún hringdi í eiginmann sinn sem var staddur í útilegu ásamt syni þeirra. „Ég hélt að hún væri að ýkja þegar hún sagði mér hversu stór rottan væri. Svona eins og þegar krakkar sjá köngulær og halda að þær séu stærri en þær eru,“ segir Erik Bengtson-Korsås.Kötturinn hörfaði Signe reyndi eins og hún gat að hræða rottuna, sem byrjaði að rölta út úr skápnum þar sem ruslatunnan var geymd. Rottan virtist eflast við tilraunir Signe og barna hennar og rölti hægt og rólega út á eldhúsgólfið. Kötturinn Enok hörfaði, var hræddur við þessa stóru rottu. Að lokum rölti rottan aftur inn í holu sína.Gildrum komið upp Signe hafði samband við meindýraeyði sem kom samstundis upp nokkrum risastórum gildrum. Seinna sama dag heyrðist smellur – rottan stóra festist í einni gildrunni. En þegar meindýraeyðirinn ætlaði að sækja rottuna kom í ljós að gildran hafði ekki virkað sem skyldi. Rottan hafði einfaldlega tekið gildruna með sér – gekk með hana um hálsinn. Síðar fannst rottan við holuna sína. Gildran hafði þrengst eftir að rottan festi hana á leið sinni í holuna sína.Nagaði sig í gegnum steypu Rottan stóra hafði nagað sig í gegnum spýtur og steypu í leið sinni inn á eldhúsgólf Bengtson-Korsås fjölskyldunnar. Hún hafði nagað í sundur vatnsleiðslur og fleira og ollið töluverðum skemmdum. Fjölskyldunni var að sjálfsögðu mjög brugðið við þessa uppákomu. „Þetta er stærsta rotta sem ég hef nokkru sinni séð,“ útskýrir Erik Bengtson-Korsås. Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira
Heimili sænsku Bengtson-Korsås fjölskyldunnar, í Stokkhólmi, fór nánast á hvolf þegar risastór rotta birtist í eldhúsinu. Heimilskötturinn Enok var búinn að vera á vappi í kringum uppþvottavélina á heimilinu og bjuggust fjölskyldumeðlimir við því að mús leyndist þar á bakvið. Þegar Signe Bengtson-Korsås ætlaði að setja rusl í ruslatunnuna sá hún rottuna, sem var 39,5 sentímetra löng - og þá er halinn ekki talinn með. „Ég stökk upp á borð,“ segir Signe í samtali við Aftonbladet. Hún hringdi í eiginmann sinn sem var staddur í útilegu ásamt syni þeirra. „Ég hélt að hún væri að ýkja þegar hún sagði mér hversu stór rottan væri. Svona eins og þegar krakkar sjá köngulær og halda að þær séu stærri en þær eru,“ segir Erik Bengtson-Korsås.Kötturinn hörfaði Signe reyndi eins og hún gat að hræða rottuna, sem byrjaði að rölta út úr skápnum þar sem ruslatunnan var geymd. Rottan virtist eflast við tilraunir Signe og barna hennar og rölti hægt og rólega út á eldhúsgólfið. Kötturinn Enok hörfaði, var hræddur við þessa stóru rottu. Að lokum rölti rottan aftur inn í holu sína.Gildrum komið upp Signe hafði samband við meindýraeyði sem kom samstundis upp nokkrum risastórum gildrum. Seinna sama dag heyrðist smellur – rottan stóra festist í einni gildrunni. En þegar meindýraeyðirinn ætlaði að sækja rottuna kom í ljós að gildran hafði ekki virkað sem skyldi. Rottan hafði einfaldlega tekið gildruna með sér – gekk með hana um hálsinn. Síðar fannst rottan við holuna sína. Gildran hafði þrengst eftir að rottan festi hana á leið sinni í holuna sína.Nagaði sig í gegnum steypu Rottan stóra hafði nagað sig í gegnum spýtur og steypu í leið sinni inn á eldhúsgólf Bengtson-Korsås fjölskyldunnar. Hún hafði nagað í sundur vatnsleiðslur og fleira og ollið töluverðum skemmdum. Fjölskyldunni var að sjálfsögðu mjög brugðið við þessa uppákomu. „Þetta er stærsta rotta sem ég hef nokkru sinni séð,“ útskýrir Erik Bengtson-Korsås.
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira