Hvorki tvöföldun við Straumsvík né í Ölfusi á samgönguáætlun Kristján Már Unnarsson skrifar 27. mars 2014 19:15 Dýrafjarðargöng verða næsta stórvirki í vegagerð, samkvæmt samgönguáætlun til ársins 2016, sem ríkisstjórnin hefur samþykkt, og þá lítur út fyrir að loksins verði hægt að aka hring í kringum landið á bundnu slitlagi. Vestfirðingar hafa mesta ástæðu til að gleðjast. Stærstu tíðindin er sú stefnumörkun að á eftir Norðfjarðargöngum komi Dýrafjarðargöng, boðin út 2016, tilbúin 2019. Það er hins vegar óvíst hvenær hægt verður að klára Vestfjarðaveg um Gufudalssveit vegna ágreinings um vegstæði. Önnur ný stórverk eru að ljúka á Dettifossvegi á næstu tveimur árum, reisa nýja brú yfir Jökulsá á Fjöllum og grafa lítil göng undir Húsavíkurhöfða vegna iðnaðarsvæðis á Bakka. Suðaustanlands á að ljúka veginum um Berufjörð og þá verður í fyrsta sinn hægt að komast á bundnu slitlagi í hring um landið, þó ekki hringveginn um Breiðdalsheiði heldur með því að þræða austfirsku firðina. Suðvestanlands á að breikka veginn um Hellisheiði og Kamba og leggja Arnarnesveg um efri byggðir Kópavogs. En svo er það sem ekki á að gera á næstu þremur árum. Það verða engin ný mislæg gatnamót á Reykjavíkursvæðinu, ekki verður klárað að tvöfalda Reykjanesbrautina við Straumsvík, það verður ekki tvöfaldað milli Hveragerðis og Selfoss og engin ný Ölfusárbrú við Selfoss, heldur ekki ný brú á Hornafjarðarfljót. Nýir malbikskaflar munu þó gleðja marga. Bundið slitlag bætist meðal annars á Krísuvíkurveg, Kjósarskarðsveg, Meðalfellsveg í Kjós, Svínadalsveg í Leirársveit, á Vestfjörðum í Patreksfirði áleiðis til Örlygshafnar og á Ströndum yfir Bjarnarfjarðarháls. Norðanlands kemur slitlag á Svínvetningabraut frá Blönduósi, á hálsinn milli Laxárvirkjunar og Kísilvegar, á Dimmuborgaveg, austanlands meðfram Lagarfljóti Fellabæjarmegin, og sunnanlands á Meðallandsveg og á Reykjaveg í Biskupstungum. Seyðfirðingar verða að bíða lengur eftir göngum, - en það á að fara í rannsóknir sem gefur þeim fyrirheit um að göng undir Fjarðarheiði komi á eftir Dýrafjarðargöngum. Sundbraut innan Reykjavíkur er nefnd í samgönguáætlun en án þess að fjármagn komi af fjárlögum. Nefnt er möguleg fjármögnun með þátttöku einkaaðila, sem væntanlega þýðir sérstaka skattheimtu í formi veggjalda. Það er þó ekki útfært nánar. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Dýrafjarðargöng verða næsta stórvirki í vegagerð, samkvæmt samgönguáætlun til ársins 2016, sem ríkisstjórnin hefur samþykkt, og þá lítur út fyrir að loksins verði hægt að aka hring í kringum landið á bundnu slitlagi. Vestfirðingar hafa mesta ástæðu til að gleðjast. Stærstu tíðindin er sú stefnumörkun að á eftir Norðfjarðargöngum komi Dýrafjarðargöng, boðin út 2016, tilbúin 2019. Það er hins vegar óvíst hvenær hægt verður að klára Vestfjarðaveg um Gufudalssveit vegna ágreinings um vegstæði. Önnur ný stórverk eru að ljúka á Dettifossvegi á næstu tveimur árum, reisa nýja brú yfir Jökulsá á Fjöllum og grafa lítil göng undir Húsavíkurhöfða vegna iðnaðarsvæðis á Bakka. Suðaustanlands á að ljúka veginum um Berufjörð og þá verður í fyrsta sinn hægt að komast á bundnu slitlagi í hring um landið, þó ekki hringveginn um Breiðdalsheiði heldur með því að þræða austfirsku firðina. Suðvestanlands á að breikka veginn um Hellisheiði og Kamba og leggja Arnarnesveg um efri byggðir Kópavogs. En svo er það sem ekki á að gera á næstu þremur árum. Það verða engin ný mislæg gatnamót á Reykjavíkursvæðinu, ekki verður klárað að tvöfalda Reykjanesbrautina við Straumsvík, það verður ekki tvöfaldað milli Hveragerðis og Selfoss og engin ný Ölfusárbrú við Selfoss, heldur ekki ný brú á Hornafjarðarfljót. Nýir malbikskaflar munu þó gleðja marga. Bundið slitlag bætist meðal annars á Krísuvíkurveg, Kjósarskarðsveg, Meðalfellsveg í Kjós, Svínadalsveg í Leirársveit, á Vestfjörðum í Patreksfirði áleiðis til Örlygshafnar og á Ströndum yfir Bjarnarfjarðarháls. Norðanlands kemur slitlag á Svínvetningabraut frá Blönduósi, á hálsinn milli Laxárvirkjunar og Kísilvegar, á Dimmuborgaveg, austanlands meðfram Lagarfljóti Fellabæjarmegin, og sunnanlands á Meðallandsveg og á Reykjaveg í Biskupstungum. Seyðfirðingar verða að bíða lengur eftir göngum, - en það á að fara í rannsóknir sem gefur þeim fyrirheit um að göng undir Fjarðarheiði komi á eftir Dýrafjarðargöngum. Sundbraut innan Reykjavíkur er nefnd í samgönguáætlun en án þess að fjármagn komi af fjárlögum. Nefnt er möguleg fjármögnun með þátttöku einkaaðila, sem væntanlega þýðir sérstaka skattheimtu í formi veggjalda. Það er þó ekki útfært nánar.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira