Fótbolti

Dóra María fyrirliði í 100. landsleiknum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dóra María Lárusdóttir í leik gegn Noregi á Algarve-mótinu.
Dóra María Lárusdóttir í leik gegn Noregi á Algarve-mótinu. Vísir/Getty
Klukkan 11.00 hefst leikur Íslands og Svíþjóðar um bronsverðlaunin á Algarve-mótinu í fótbolta en stelpurnar okkar leika þar um verðlaun í annað skipti á mótinu.

Dóra María Lárusdóttir er fyrirliði í 100. landsleiknum sínum en FreyrAlexandersson hefur ákveðið byrjunarliðið.

Þóra B. Helgadóttir stendur vaktina í markinu og Harpa Þorsteinsdóttir er í framlínunni. Ísland er búið að vinna tvo leiki í röð á mótinu.

Markvörður: Þóra Björg Helgadóttir.

Varnarmenn: Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Hallbera G. Gísladóttir.

Miðjumenn: Dagný Brynjarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Þórunn Helga Jónsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir.

Framherji: Harpa Þorsteinsdóttir.




Tengdar fréttir

Héldu "kúlinu“ eftir stóra tapið á móti Þýskalandi

Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur gefið 21 leikmanni tækifæri í byrjunarliðinu á Algarve-mótinu en um leið hefur liðið náð öðrum besta árangri sínum á mótinu frá upphafi. Liðið spilar um bronsið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×