Erlent

Tala látinna hækkar enn

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Björgunarmenn vinna við gífurlega erfiðar aðstæður í Harlem.
Björgunarmenn vinna við gífurlega erfiðar aðstæður í Harlem. vísir/afp
Að minnsta kosti sjö eru látnir eftir sprengingu í New York í gær. Tvö hús hrundu til grunna í sprengingunni og er fimm manns enn saknað.

Slökkviliðsmenn leita nú fólksins í rústunum en sprengingin varð í íbúðarhúsi í Harlem. Yfir sextíu manns slösuðust í sprengingunni en glerbrot og annað brak þeyttust marga metra upp í loft.

Íbúar höfðu áður kvartað undan gasþef í nágrenninu en bráðabirgðarannsókn leiddi í ljós að um gassprengingu hefði verið að ræða.

Björgunaraðgerðir stóðu yfir í alla nótt í nístingskulda en hiti í New York var við frostmark.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×