Erlent

Górilluungi tekinn með keisaraskurði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eftir erfiða fæðingu var tekinn sú ákvörðun að taka górilluungan með keisaraskurði.
Eftir erfiða fæðingu var tekinn sú ákvörðun að taka górilluungan með keisaraskurði. mynd/skjáskot
Afar sjaldgæf aðgerð var framkvæmd í dýragarðinum í San Diego á miðvikudaginn þegar górilluungi var tekinn með keisaraskurði.

Unginn er fyrsta barn górilluynjunnar Imani. Eftir erfiða fæðingu var tekin sú ákvörðun að taka górilluungann með keisaraskurði.

Afar fátítt er að keisaraskurðir séu gerðir á górillum og fengu dýralæknar á svæðinu aðstoð frá fæðingalækni hjá sjúkrahúsinu í San Diego.

Górilluunginn vó tvö kíló er hann fæddist en hér að neðan má sjá myndband frá aðgerðinni og unganum litla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×