Erlent

Varð heimilislaus og stórskuldug á einum degi

Baldvin Þormóðsson skrifar
Flóð í Bretlandi hafa skemmt mörg heimili.
Flóð í Bretlandi hafa skemmt mörg heimili. vísir/ap
Hin 66 ára gamla Roslyn Earle hafði tryggt einbýlishús sitt í Wiltshire hjá tryggingafyrirtæki sem hefur ekki lengur leyfi til þess að starfa. Þegar upp kom flóð í nágrenninu urðu stórfelldar vatnskemmdir innan hússins þar sem að meðal annars gólfplötur og húsgögn eyðilögðust.

Trygginguna hafði hún keypt hjá European Risk Insurance Company, tryggingafyrirtæki sem hefur bækistöðvar sínar í Reykjavík. Í tilkynningu félagins segir að Fjármálaeftirlitið hafi afturkallað réttindi þeirra til þess að starfa sem tryggingafélag.

Earle lagði inn beiðni hjá tryggingafélaginu eftir að vatnið hafði gjöreyðilegt gólfið í húsinu ásamt nokkrum antíkhúsgögnum. Þurfti hún að flýja heimili sitt í skyndi og tók aðeins með sér eina ferðatösku og tvo ketti.

Þá kom í ljós að fyrirtækið sem annaðist tryggingar hennar hafi misst réttindin vegna gruns um að fyrirtækið hafi ekki nægilegt peningamagn til þess að bæta tjón kúnna sinna.

Hin heimilislausa og stórskulduga Earle kvartaði yfir málinu til yfirvalda í Bretlandi og bentu þau þá á íslenska sendiráðið. Þegar hún reyndi síðan að hafa samband við það fékk hún þær upplýsingar að hringt yrði í hana aftur, sem að sendiráðið gerði aldrei.

Börn hennar hafa lagt í púkk og leigt sumarbústað fyrir hana að búa í þar sem heimili hennar er óíbúðarhæft sem stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×