Erlent

Jarðskjálfti reið yfir Los Angeles

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Fréttaþulum brá í brún þegar allt byrjaði að hristast.
Fréttaþulum brá í brún þegar allt byrjaði að hristast.
Jarðskjálfti af stærðinni 4,4 reið yfir Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Að sögn slökkviliðs hafa engar tilkynningar borist um skemmdir og enginn er talinn hafa slasast.

Skjálftinn var þó talinn öflugri í fyrstu en hann var í raun og veru og fannst hann víða í borginni. Var hann hátt í tíu sekúndna langur og tóku nokkrir fréttaþulir kipp í beinni útsendingu eins og sjá má í frétt Sky News.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×