Erlent

Tíu látnir eftir sprengiárás í Líbýu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. vísir/afp
Tíu létust og tuttugu og þrír særðust eftir að bíll var sprengdur í loft upp við herstöð í  Benghazi í austurhluta Líbýu í dag. CNN greinir frá.

Enginn hefur lýst tilræðinu á hendur sér enn sem komið er en í heilt ár hafa slík sprengjutilræði verið ítrekað framin í borginni. Embættismenn og íbúar borgarinnar telja öfgahópa múslima bera ábyrgð á árásunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×