Erlent

Flóttamenn drukknuðu við strendur Grikklands

Samúel Karl Ólason skrifar
Í desember bjargað strandgæsla Grikklands 90 flóttamönnum á þessum báti. Þau höfðu lent í ógöngum í veðri.
Í desember bjargað strandgæsla Grikklands 90 flóttamönnum á þessum báti. Þau höfðu lent í ógöngum í veðri. Vísir/AFP
Yfirvöld í Grikklandi segjast hafa fundið lík sjö flóttamanna sem drukknuðu í nótt þegar bátur sökk við strendur landsins. Þá hefur átta manns verið bjargað við eyjuna Lesbos. Tvö líkanna fundust í sjónum við eyjuna en fimm fundust í bátnum.

Grunur leikur á að tveggja flóttamanna sé saknað og er þeirra leitað á bátum og þyrlum. Frá þessu er sagt á vef Guardian.

Flóttamennirnir sigldu af stað frá Tyrklandi en ekki er vitað hverrar þjóðar þau eru.

Fjölmargir flóttamenn reyna að komast til Grikklands frá Tyrklandi á ári hverju á of hlöðnum bátum og flekum. Síðast í janúar létust tólf þegar slíkur bátur fór á hliðina við grísku eyjuna Farmakonisi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×