Erlent

Þýskaland má vera með

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Stjórnlagadómstóllinn í Karlsruhe.
Stjórnlagadómstóllinn í Karlsruhe. Nordicphotos/AFP
Þýski stjórnlagadómstóllinn hefur gefið grænt ljós á þátttöku Þýskalands í efnahagslegum björgunaraðgerðum á evrusvæðinu. Þýska stjórnin má því taka þátt í að koma ofurskuldugum evrulöndum út úr bráðavanda.

„Niðurstaðan er ótvíræð,” hefur þýska tímaritið Der Spiegel eftir Andreas Vosskuhle dómsforseta. 

Eftir að evruríkin ákváðu að koma Grikklandi og fleiri nauðstöddum evruríkjum til aðstoðar vöknuðu spurningar í Þýskalandi um það hvort fjárskuldbindingar þýska ríkisins í þessu skyni stæðust þýsku stjórnarskrána. Margir töldu þýska ríkið í raun hafa afsalað sér fullveldi í ríkisfjármálum með þátttöku í björgunaraðgerðunum.

Með úrskurði sínum í morgun vísaði stjórnlagadómstóllinn, sem hefur endanlegt úrskurðarvald í málinu, frá öllum kærum sem bárust vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×