Erlent

Vonaði að það væri ekki verið að gabba sig

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Skjáskot
Chao-Lin Kuo, einn þeirra sem tók þátt í BICEP2 rannsókninni tilkynnti Andrei Linde, sem er talinn faðir kenningarinnar um þyngdarbylgjur, niðurstöður rannsóknarinnar sem kynntar voru í gær. BICEP fer langa leið með að sanna kenningu Andrei Linde.

Það má segja að Andrei, sem er prófessor við Stanford háskólann, og kona hans, sem áttu alls ekki von á Chao-Lin Kuo, taki fréttunum vel en Kuo þarf að endurtaka sig tvisvar áður en hann Andrei móttekur skilaboðin að fullu.

Andrei segist hafa hugsað að Kuo væri að koma með einhverja sendingu. Hann segist hafa sagst hafa pantað viðkomandi sendingu fyrir 30 árum þegar hann setti kenninguna fyrst fram. „Loksins kom hún,“ segir Andrei glaður í bragði.

Chao-Lin Kuo tók upp heimsókn sína til Andrei Linde, sem hægt er að horfa á hér að neðan. Sævar Helgi Bragason var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann útskýrði kenningu Linde og niðurstöður rannsóknarinnar fyrir okkur sem ekki eru vísindamenn. Það má hlusta á hér.


Tengdar fréttir

Þyngdarbylgjur á mannamáli

Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og stjörnuáhugamaður útskýrði uppgötvun gærdagsins á mannamáli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×