Erlent

Fréttaþyrla brotlenti á umferðargötu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Um hálftíma tók að slökkva eldinn og var götum lokað á meðan.
Um hálftíma tók að slökkva eldinn og var götum lokað á meðan.
Að minnsta kosti tveir týndu lífi þegar fréttaþyrla hrapaði á umferðargötu í borginni Seattle í dag. Tveir bílar urðu undir þyrlunni og kviknaði mikill eldur.

Einn slapp með skrekkinn úr bílunum tveimur og sást hann hlaupa frá flakinu. Slökkva þurfti eld sem logaði í fötum hans. Ekki er vitað um hinn ökumanninn eða farþega.

Um hálftíma tók að slökkva eldinn og var götum lokað. Talið er að þrír hafi verið um borð í þyrlunni.

Myndband frá slysstað má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×