Erlent

NSA tók upp öll símtöl í ónefndu landi og geymdi í mánuð í senn

Edward Snowden.
Edward Snowden. Mynd/AP
Bandarísk stjórnvöld hafa yfir að ráða tæknibúnaði sem gerir þeim kleift að taka upp öll símtöl í heilu landi. Frá þessu er greint í Washington Post og vitnað í upplýsingar frá uppljóstraranum Edward Snowden.

Ekki er greint frá því hvaða land er um að ræða en fullyrt að öll símtöl í símkerfi þess hafi verið tekin upp og geymd í einn mánuð í senn. Verkefninu var komið á laggirnar árið 2009.

Mikið hefur verið rætt og ritað um víðtækar hleranir Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA,  en hingað til hefur verið um söfnun á símtalaupplýsingum að ræða, en ekki sjálf símtölin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×