Erlent

Ísraelar gerðu loftárásir á Sýrland

Vísir/AFP
Ísraelsmenn segjast hafa gert loftárásir á nokkrar sýrlenskar herstöðvar í nótt eftir að fjórir ísraelskir hermenn særðust í sprengjuárás á Gólan hæðum í gær.

Síðustu vikur hefur nokkrum sinnum slegið í brýnu á milli Sýrlendinga og Ísraela á landamærum ríkjanna en þau hafa verið í stríði alla tíð frá árinu 1967 þegar Ísraelar náðu Gólan hæðum á sitt vald.

Ísraelar segja ljóst að hermenn þeirra hafi særst í sprengjuárás Sýrlendinga og því hafi verið ákveðið að gera loftárásir á herstöðvar þeirra á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×