Sjálfstæðir Evrópumenn skora á Sjálfstæðisflokkinn Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. febrúar 2014 14:48 Ályktun fundarins var samþykkt einróma. Vísir/GVA Sjálfstæðir Evrópumenn hvetja stjórnvöld til þess að taka ekki afstöðu um Evrópusambandsaðild landsins fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands liggur fyrir. Þetta var meðal þess sem var ályktað eftir fund félagsins sem hófst klukkan tólf í dag og lauk fyrir skemmstu. Í ályktun fundarins kemur einnig fram að félagsmenn telja mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki „viðskila við aðila vinnumarkaðarins í þessu stóra máli“ „Fundurinn var vel sóttur,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður félags Sjálfstæðra Evrópumanna. „Ályktun fundarins var samþykkt einróma og þeir sem töluðu voru allir á sama máli,“ útskýrir Benedikt. Fundurinn skoraði sérstaklega á Sjálfstæðisflokkinn, enda vísar nafn samtakanna til flokksins. „En það er ekkert inntökuskilyrði að vera skráður í flokkinn. Ég veit að, til dæmis, á þessum fundi voru nokkrir sem hafa sagt sig úr flokknum og allavega einn sem hefur aldrei verið skráður í flokkinn,“ segir Benedikt og heldur áfram: „Þorsteinn Pálsson orðaði þetta vel í ræðu sinni á fundinum áðan. Að það sé undarlegt að sumir Sjálfstæðismenn hafi snúist gegn bandalagi sem væri stofnað um grunngildi flokksins. Evrópusambandið snýst um Lýðræði, jafnrétti, mannfrelsi og í stuttu máli frjáls viðskipti og vestræna samvinnu. Ég held að það sé ekki hægt að segja annað en að þetta samræmist grunngildum flokksins nákvæmlega.“ Þorsteinn Pálsson hélt ræðu á fundinum í dag.Vísir/GVA Yfirlýsingar samdægurs Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Evrópusambandið hefur verið mikið til umræðu í vikunni, eftir að hún var birt á þriðjudag. „Það er ágæt. Ég er ekki búinn að kynna mér hvert einasta orð, enda er þetta löng og ítarleg skýrsla. Mér finnst reyndar standa upp úr í umræðunni að þingmenn voru búnir að gefa út yfirlýsingar um skýrsluna daginn sem þeir fengu hana í hendurnar. Þeir sögðu þá bara það sama og þeir sögðu áður en hún kom út. Maður fékk á tilfinninguna að þeir hafi ekki verið búnir að lesa hana þegar þeir voru byrjaðir að gefa út yfirlýsingar,“ segir Benedikt. Ályktun fundar Sjálfstæðra Evrópumanna hljóðar svo í heild sinni:1. Fundurinn minnir á þau óyggjandi loforð formanns flokksins fyrir kosningarnar síðastliðið vor um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið.2. Fundurinn hvetur alþingismenn til þess að taka ekki úrslitaákvarðanir í máli sem snerta svo víðtæka hagsmuni og framtíð þjóðarinnar fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar um áhrif aðildar að Evrópusambandinu fyrir Ísland. Mikilvægt er að Sjálfstæðisflokkurinn verið ekki viðskila við aðila vinnumarkaðarins í þessu stóra máli.3. Telji menn að því búnu rétt að flytja tillögu til þingsályktunar um að slíta viðræðum við Evrópusambandið fyrir fullt og allt verði gildistaka hennar bundin samþykki þjóðarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu. Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Sjálfstæðir Evrópumenn hvetja stjórnvöld til þess að taka ekki afstöðu um Evrópusambandsaðild landsins fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands liggur fyrir. Þetta var meðal þess sem var ályktað eftir fund félagsins sem hófst klukkan tólf í dag og lauk fyrir skemmstu. Í ályktun fundarins kemur einnig fram að félagsmenn telja mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki „viðskila við aðila vinnumarkaðarins í þessu stóra máli“ „Fundurinn var vel sóttur,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður félags Sjálfstæðra Evrópumanna. „Ályktun fundarins var samþykkt einróma og þeir sem töluðu voru allir á sama máli,“ útskýrir Benedikt. Fundurinn skoraði sérstaklega á Sjálfstæðisflokkinn, enda vísar nafn samtakanna til flokksins. „En það er ekkert inntökuskilyrði að vera skráður í flokkinn. Ég veit að, til dæmis, á þessum fundi voru nokkrir sem hafa sagt sig úr flokknum og allavega einn sem hefur aldrei verið skráður í flokkinn,“ segir Benedikt og heldur áfram: „Þorsteinn Pálsson orðaði þetta vel í ræðu sinni á fundinum áðan. Að það sé undarlegt að sumir Sjálfstæðismenn hafi snúist gegn bandalagi sem væri stofnað um grunngildi flokksins. Evrópusambandið snýst um Lýðræði, jafnrétti, mannfrelsi og í stuttu máli frjáls viðskipti og vestræna samvinnu. Ég held að það sé ekki hægt að segja annað en að þetta samræmist grunngildum flokksins nákvæmlega.“ Þorsteinn Pálsson hélt ræðu á fundinum í dag.Vísir/GVA Yfirlýsingar samdægurs Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Evrópusambandið hefur verið mikið til umræðu í vikunni, eftir að hún var birt á þriðjudag. „Það er ágæt. Ég er ekki búinn að kynna mér hvert einasta orð, enda er þetta löng og ítarleg skýrsla. Mér finnst reyndar standa upp úr í umræðunni að þingmenn voru búnir að gefa út yfirlýsingar um skýrsluna daginn sem þeir fengu hana í hendurnar. Þeir sögðu þá bara það sama og þeir sögðu áður en hún kom út. Maður fékk á tilfinninguna að þeir hafi ekki verið búnir að lesa hana þegar þeir voru byrjaðir að gefa út yfirlýsingar,“ segir Benedikt. Ályktun fundar Sjálfstæðra Evrópumanna hljóðar svo í heild sinni:1. Fundurinn minnir á þau óyggjandi loforð formanns flokksins fyrir kosningarnar síðastliðið vor um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið.2. Fundurinn hvetur alþingismenn til þess að taka ekki úrslitaákvarðanir í máli sem snerta svo víðtæka hagsmuni og framtíð þjóðarinnar fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar um áhrif aðildar að Evrópusambandinu fyrir Ísland. Mikilvægt er að Sjálfstæðisflokkurinn verið ekki viðskila við aðila vinnumarkaðarins í þessu stóra máli.3. Telji menn að því búnu rétt að flytja tillögu til þingsályktunar um að slíta viðræðum við Evrópusambandið fyrir fullt og allt verði gildistaka hennar bundin samþykki þjóðarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu.
Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira