Spilling var orðin þjóðaríþrótt í Úkraínu Elimar Hauksson skrifar 23. febrúar 2014 20:00 Vatnaskil urðu í stjórnmálasögu Úkraínu í dag þegar þingforsetinn , Oleksander Turchinov, tók við stjórnartaumum í landinu. Allsherjar endurskipulagning á stjórn landsins er þar með hafin eftir að Viktor Janúkóvítsj, forseti, var sviptur völdum. Glundroði myndaðist í úkraínska þinginu þegar ákvörðunin var tekin og köll mótmælenda ómuðu um þingsalinn þegar breytingarnar tóku gildi. Janúkóvítsj fer enn huldu höfði er líklegt þykir að hann haldi til í austurhluta Úkraínu þar sem hann nýtur enn stuðnings. Talsmaður hans hefur ítrekað við fjölmiðla að forsetinn muni aldrei yfirgefa Úkraínu og að um valdarán sé að ræða og boðað hefur verið til kosninga í maí. Einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar,Vítalí Klitschko, mun gefa kost á sér. Mótmælendur og leiðtogar stjórnarandstöðunnar ítrekuðu í dag kröfu sína um að Janúkóvits forseti og fylgismenn hans verði sóttir til saka fyrir spillingu í starfi og fyrir að hafa beitt mótmælendur harðræði. 82 hið minnsta hafa fallið í átökunum í miðborg Kænugarðs frá því að mótmælaaðgerðir hófust fyrir þremur mánuðum. Óeirðirnar komu á óvartSergii Artamonov, frá Úkraínu hefur dvalist hér á landi síðastliðin þrjú ár í háskólanámi við Háskóla Íslands. Hann segir að það hafi komið sér í opna skjöldu þegar óeirðinar í Úkraínu hófust fyrir þremur mánuðum. „Ég hef aldrei séð ofbeldi í Úkraínu eins og síðustu mánuði, sérstaklega núna í febrúar. Ég er hins vegar mjög ánægður að það sjái fyrir endann á ofbeldinu sem hefur átt sér stað síðustu mánuði,“ segir Sergii. Hann segir pólitíska spillingu hafa verið orðna að þjóðaríþrótt í Úkraínu sem hafi teygt anga sína um allt samfélagið í landinu og óttast að þeir stjórnmálamenn sem hafi tekið þátt í byltingunni þar í landi átti sig ekki á hve langt sú spilling teygir sig. Hann telur að frelsun fyrrum forstætisráðherra landsins, Júlíu Tímósjenkó, hafa verið jákvæða. Hún eigi þó líklega ekki afturkvæmt í úkraínsk stjórnmál. „Frelsun Tímósjenkó olli miklum viðbrögðum um allan heim. Í Úkraínu er hún hins vegar tákn fortíðar, hún stendur fyrir tíma þar villtur kapítalismi blómstraði í landinu. Sömu kynslóð stjórnmálamanna og Viktor Janúkóvitsj,“ segir Sergii. Hann bindur þó vonir við að ástandið í Úkraínu muni batna í kjölfar þess að forsetanum hefur verið komið frá völdum. Úkraína Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Vatnaskil urðu í stjórnmálasögu Úkraínu í dag þegar þingforsetinn , Oleksander Turchinov, tók við stjórnartaumum í landinu. Allsherjar endurskipulagning á stjórn landsins er þar með hafin eftir að Viktor Janúkóvítsj, forseti, var sviptur völdum. Glundroði myndaðist í úkraínska þinginu þegar ákvörðunin var tekin og köll mótmælenda ómuðu um þingsalinn þegar breytingarnar tóku gildi. Janúkóvítsj fer enn huldu höfði er líklegt þykir að hann haldi til í austurhluta Úkraínu þar sem hann nýtur enn stuðnings. Talsmaður hans hefur ítrekað við fjölmiðla að forsetinn muni aldrei yfirgefa Úkraínu og að um valdarán sé að ræða og boðað hefur verið til kosninga í maí. Einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar,Vítalí Klitschko, mun gefa kost á sér. Mótmælendur og leiðtogar stjórnarandstöðunnar ítrekuðu í dag kröfu sína um að Janúkóvits forseti og fylgismenn hans verði sóttir til saka fyrir spillingu í starfi og fyrir að hafa beitt mótmælendur harðræði. 82 hið minnsta hafa fallið í átökunum í miðborg Kænugarðs frá því að mótmælaaðgerðir hófust fyrir þremur mánuðum. Óeirðirnar komu á óvartSergii Artamonov, frá Úkraínu hefur dvalist hér á landi síðastliðin þrjú ár í háskólanámi við Háskóla Íslands. Hann segir að það hafi komið sér í opna skjöldu þegar óeirðinar í Úkraínu hófust fyrir þremur mánuðum. „Ég hef aldrei séð ofbeldi í Úkraínu eins og síðustu mánuði, sérstaklega núna í febrúar. Ég er hins vegar mjög ánægður að það sjái fyrir endann á ofbeldinu sem hefur átt sér stað síðustu mánuði,“ segir Sergii. Hann segir pólitíska spillingu hafa verið orðna að þjóðaríþrótt í Úkraínu sem hafi teygt anga sína um allt samfélagið í landinu og óttast að þeir stjórnmálamenn sem hafi tekið þátt í byltingunni þar í landi átti sig ekki á hve langt sú spilling teygir sig. Hann telur að frelsun fyrrum forstætisráðherra landsins, Júlíu Tímósjenkó, hafa verið jákvæða. Hún eigi þó líklega ekki afturkvæmt í úkraínsk stjórnmál. „Frelsun Tímósjenkó olli miklum viðbrögðum um allan heim. Í Úkraínu er hún hins vegar tákn fortíðar, hún stendur fyrir tíma þar villtur kapítalismi blómstraði í landinu. Sömu kynslóð stjórnmálamanna og Viktor Janúkóvitsj,“ segir Sergii. Hann bindur þó vonir við að ástandið í Úkraínu muni batna í kjölfar þess að forsetanum hefur verið komið frá völdum.
Úkraína Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira