Freyr: Vísir að kynslóðaskiptum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2014 14:30 Freyr, til vinstri, og Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari, á fundinum í dag. Vísir/Stefán Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, segir að æfingamótið á Algarve í Portúgal sé íslenska landsliðinu afar mikilvægt. Ísland hefur undanfarin ár tekið þátt í mótinu á Algarve sem er sótt af mörgum sterkustu landsliðum heims. Ísland er til að mynda í riðli með Evrópumeisturum Þýskalands, Noregi og Kína. Freyr tilkynnti leikmannhóp sinn í dag en alls tekur hann 23 leikmenn með sér til Portúgals. „Við lítum á mótið sem æfingamót og ætlum að reyna að skoða sem flesta leikmenn. Leikmenn okkar þurfa á reynslu að halda og við þurfum að skoða hvaða leikmenn skara fram úr í sínum stöðum,“ sagði Freyr við Vísi í dag. Hann segir að hópurinn sé sá sterkasti sem honum hafi staðið til boða að þessu sinni. „Við eigum þó inni leikmenn sem hafa verið í meiðslum, eins og Sif Atladóttur og HólmfríðiMagnúsdóttur. Þá eru Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir að koma til baka úr krossbandsslitum sem eru góðar fréttir fyrir okkur.“ „Það eru vissulega fleiri leikmenn að banka á dyrnar en það sést á hópnum að þetta er ákveðinn vísir að kynslóðaskiptum í landsliðinu. Við erum með marga óreynda leikmenn.“ Alls eru fjórtán leikmenn sem spila á Íslandi í hópnum sem er það mesta í nokkur ár. „Það mun reyna á þessa ungu og óreyndu leikmenn,“ segir Freyr. „Þetta er þróun sem við getum ekki litið framhjá og skiptir máli að við bregðumst rétt við. Þessir leikmenn þurfa að fá tækifæri og svigrúm til að gera mistök.“ Freyr segir að mótið á Algarve skipti miklu máli fyrir hans lið. „Sérstaklega sem undirbúningur fyrir næstu verkefni. Það er stutt í næstu leiki í undankeppni HM - gegn Ísrael og Möltu í byrjun apríl - og við höfum lítið getað æft saman. Nú fáum við tíu daga saman sem er algjörlega ómetanlegt svo við getum mótað okkar leikfræði fyrir leikina í apríl.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ungt landslið til Algarve Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti í dag þá 23 leikmenn sem skipa íslenska landsliðið sem fer á æfingamótið í Algarve í næsta mánuði. 24. febrúar 2014 13:48 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, segir að æfingamótið á Algarve í Portúgal sé íslenska landsliðinu afar mikilvægt. Ísland hefur undanfarin ár tekið þátt í mótinu á Algarve sem er sótt af mörgum sterkustu landsliðum heims. Ísland er til að mynda í riðli með Evrópumeisturum Þýskalands, Noregi og Kína. Freyr tilkynnti leikmannhóp sinn í dag en alls tekur hann 23 leikmenn með sér til Portúgals. „Við lítum á mótið sem æfingamót og ætlum að reyna að skoða sem flesta leikmenn. Leikmenn okkar þurfa á reynslu að halda og við þurfum að skoða hvaða leikmenn skara fram úr í sínum stöðum,“ sagði Freyr við Vísi í dag. Hann segir að hópurinn sé sá sterkasti sem honum hafi staðið til boða að þessu sinni. „Við eigum þó inni leikmenn sem hafa verið í meiðslum, eins og Sif Atladóttur og HólmfríðiMagnúsdóttur. Þá eru Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir að koma til baka úr krossbandsslitum sem eru góðar fréttir fyrir okkur.“ „Það eru vissulega fleiri leikmenn að banka á dyrnar en það sést á hópnum að þetta er ákveðinn vísir að kynslóðaskiptum í landsliðinu. Við erum með marga óreynda leikmenn.“ Alls eru fjórtán leikmenn sem spila á Íslandi í hópnum sem er það mesta í nokkur ár. „Það mun reyna á þessa ungu og óreyndu leikmenn,“ segir Freyr. „Þetta er þróun sem við getum ekki litið framhjá og skiptir máli að við bregðumst rétt við. Þessir leikmenn þurfa að fá tækifæri og svigrúm til að gera mistök.“ Freyr segir að mótið á Algarve skipti miklu máli fyrir hans lið. „Sérstaklega sem undirbúningur fyrir næstu verkefni. Það er stutt í næstu leiki í undankeppni HM - gegn Ísrael og Möltu í byrjun apríl - og við höfum lítið getað æft saman. Nú fáum við tíu daga saman sem er algjörlega ómetanlegt svo við getum mótað okkar leikfræði fyrir leikina í apríl.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ungt landslið til Algarve Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti í dag þá 23 leikmenn sem skipa íslenska landsliðið sem fer á æfingamótið í Algarve í næsta mánuði. 24. febrúar 2014 13:48 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Ungt landslið til Algarve Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti í dag þá 23 leikmenn sem skipa íslenska landsliðið sem fer á æfingamótið í Algarve í næsta mánuði. 24. febrúar 2014 13:48