Erlent

Birti lista með nöfnum samkynhneigðra

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Skólabörn í Úganda fögnuðu undirritun laganna í gær.
Skólabörn í Úganda fögnuðu undirritun laganna í gær. VISIR/AP
Dagblað í Úganda hefur birt lista með „200 helstu hommum" landsins í kjölfar undirritunar laga sem herða refsingar við samkynhneigð í landinu sem Vísir greindi frá í gær.

Dagblaðið The Red Pepper birti nöfn og myndir af einstaklingnum undir yfirskriftinni „AFHJÚPAÐIR!“ en margir á listanum hafa ekki áður stígið fram sem samkynhneigðir.

Margir erlendir leiðtogar hafa fordæmt lagasetninguna sem forseti landsins, Yoweri Museveni, skrifaði undir í gær. 

Þeirra á meðal eru John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en hann lét í veðri vaka að samband þjóðanna, þar með talið þróunaraðstoð Bandaríkjanna til Úganda, yrði tekið til endurskoðunar í kjölfar samþykktar laganna.

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, harmaði einnig undirritunina í gær. „Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafi nú tekið gildi,“ sagði utanríkisráðherra.

Frekari upplýsingar má nálgast á vef The Guardian.


Tengdar fréttir

„Ógeðslegt fólk“

„Hverslags fólk er þetta? Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta fólk var að gera en mér var sagt það nýlega og það er skelfilegt. Ógeðslegt,“ sagði forseti Úganda skömmu eftir að hafa skrifað undir frumvarp sem kveður á um lífstíðardóm fyrir samkynhneigð í landinu.

Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði

"Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra.

Mega neita að eiga viðskipti við samkynhneigða

Yfirvöld í Arizona samþykktu löggjöf sem heimilar verslunareigendum að neita samkynhneigðum um þjónustu, geti þeir sýnt fram á að það gangi gegn trúarskoðunum þeirra.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×