Innlent

Forsætisnefnd mun funda vegna þingsályktunartillögu Gunnars Braga

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Forsætisnefnd mun funda í kvöld.
Forsætisnefnd mun funda í kvöld.
Forsætisnefnd fundar í kvöld um hvort þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, sem felur meðal annars í sér að aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið verði dregin til baka, sé þingtæk. Þetta tilkynnti Einar K. Guðfinnson, forseti Alþingis rétt í þessu.

Einar hafði áður tilkynnt, í upphafi þingfundar, að hann teldi tillöguna þingtæka og ætlaði ekki að taka málið af dagskrá.

Stjórnarandstaðan mótmælti því harðlega.

Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og einn meðlima í foræstisnefnd, fór fram á að forsætisnefnd yrði í minnsta lagi kölluð saman vegna erindi Árna Páls Árnason, formanns Samfylkingarinnar, sem hann sendi forseta Alþingis í morgun.

Einar ítrekaði samt sem áður að hann teldi málið þingtækt en samþykkti að boða til fundar forsætisnefndar í kvöld.

Árni Páll, fór í morgun fram á að forsætisnefnd Alþingis mæti hvort þingsályktunartillaga Gunnars Braga væri þingtæk.

Árni sendi forseta Alþingis erindi í morgun þar sem hann færði rök fyrir því að tillagan sé ekki þingtæk. Hann telur tillögu Gunnars Braga fela „í sér gildishlaðin ærumeiðandi ummæli í garð þeirra þingmanna sem greiddu aðildarumsókn atkvæði sitt eða tryggðu framgang hennar með hjásetu sumarið 2009. Því er því gert skóna að þeir hafi ekki greitt atkvæði eftir sannfæringu sinni, eins og boðið er í stjórnarskrá og þeim eignuð annarleg viðhorf.“

Árni segir ennfremur að tillagan standist ekki lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, sem sett voru í júní 2010.

Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×