Fer fram á að forsætisnefnd meti hvort tillaga Gunnars Braga sé þingtæk Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. febrúar 2014 11:01 Árni Páll vill að forsætisnefnd Alþingis leggi mat á þingsályktunartillögu Gunnars Braga. Vísir/GVA Árni Páll Árnason, formaður Samylkingarinnar, fer fram á að forsætisnefnd Alþingis meti hvort þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, sem felur meðal annars í sér að aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið sé dregin tilbaka, sé þingtæk. Árni sendi forseta Alþingis erindi í morgun þar sem hann færði rök fyrir því að tillaga utanríkisráðherra sé ekki þingtæk. Hann telur tillögu Gunnars Braga fela „í sér gildishlaðin ærumeiðandi ummæli í garð þeirra þingmanna sem greiddu aðildarumsókn atkvæði sitt eða tryggðu framgang hennar með hjásetu sumarið 2009. Því er því gert skóna að þeir hafi ekki greitt atkvæði eftir sannfæringu sinni, eins og boðið er í stjórnarskrá og þeim eignuð annarleg viðhorf.“ Árni segir ennfremur að tillagan standist ekki lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, sem sett voru í júní 2010:„Tillagan kveður samkvæmt orðanna hljóðan á um að: „ekki skuli sótt um aðild að Evrópusambandinu á nýjan leik án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort íslenska þjóðin stefni að aðild að Evrópusambandinu“„Það er meginregla í íslenskri stjórnskipun að allar þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi fara fram á grundvelli stjórnskipulega rétt settra laga. Þetta hefur gilt um allar þjóðaratkvæðagreiðslur í sögu landsins jafnt fyrir lýðveldisstofnun sem eftir. Þann 25. júní 2010 voru og sett sérstök lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Sú ályktunartillaga sem fram er komin stríðir gegn þeim lögum. Alþingi getur í ljósi ofangreinds ekki tekið ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslu með öðrum hætti en með samþykki lagafrumvarps. Í ákveðnum tilvikum s.s. þeim sem spretta af málskotsrétti forseta Íslands mælir stjórnarskrá fyrir um þjóðaratkvæðagreiðslu. Ofangreindur texti stjórnartillögu til þingsályktunar er því ekki tækur til þinglegrar meðferðar og málið ekki rétt fram borið.“ Að lokum segir Árni að núverandi ríkisstjórn eigi ekki að geta torveldað ríkisstjórnum framtíðarinnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu.„Þá er og ljóst að yfirstandandi 143. löggjafarþing Alþingis hefur ekki vald til að tæma vald löggjafarþinga framtíðarinnar til að taka ákvarðanir um að sækja um aðild að alþjóðastofnunum. Lýðveldisstjórnarskráin mælir fyrir um skyldubundið samþykki Alþingis fyrir þjóðréttarlegum samningum við önnur ríki. Í framkvæmd hefur þetta ekki verið bundið við fullgildingu heldur var ákvörðun um að leita aðildar að helstu alþjóðastofnunum í öllum sögulegum tilvikum afgreidd með ályktun Alþingis og því næst leidd til lykta af framkvæmdarvaldinu.“„Um þennan þátt máls fjalla lagaprófessorarnir Ragnhildur Helgadóttir og Björg Thorarensen í Fréttablaðinu í dag og komast báðar að þeirri skýru niðurstöðu að hér geti í mesta lagi verið um „viljayfirlýsingu“ eða um „innantómt loforð“ að ræða, sem hafi enga stjórnskipulega þýðingu.“„Minnt skal á skyldur einstaklinga kjörinna til setu á Alþingi til að virða stjórnarskrána, meginreglur hennar og stjórnarskrárfestuna. Órofa hefð er fyrir því á Íslandi í meira en 150 ár að alþingismenn undirriti drengskaparheit við stjórnarskrána og sú skuldbinding er í eðli sínu persónuleg skuldbinding undirrituð eigin hendi af hverjum og einum. Af henni leiðir einnig að þingmenn dagsins í dag geta ekki freistað þess með klækjabrögðum, í blóra við lög og stjórnarskrá, að binda hendur þeirra sem á eftir þeim koma á hinu háa Alþingi.“ Mest lesið Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samylkingarinnar, fer fram á að forsætisnefnd Alþingis meti hvort þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, sem felur meðal annars í sér að aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið sé dregin tilbaka, sé þingtæk. Árni sendi forseta Alþingis erindi í morgun þar sem hann færði rök fyrir því að tillaga utanríkisráðherra sé ekki þingtæk. Hann telur tillögu Gunnars Braga fela „í sér gildishlaðin ærumeiðandi ummæli í garð þeirra þingmanna sem greiddu aðildarumsókn atkvæði sitt eða tryggðu framgang hennar með hjásetu sumarið 2009. Því er því gert skóna að þeir hafi ekki greitt atkvæði eftir sannfæringu sinni, eins og boðið er í stjórnarskrá og þeim eignuð annarleg viðhorf.“ Árni segir ennfremur að tillagan standist ekki lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, sem sett voru í júní 2010:„Tillagan kveður samkvæmt orðanna hljóðan á um að: „ekki skuli sótt um aðild að Evrópusambandinu á nýjan leik án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort íslenska þjóðin stefni að aðild að Evrópusambandinu“„Það er meginregla í íslenskri stjórnskipun að allar þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi fara fram á grundvelli stjórnskipulega rétt settra laga. Þetta hefur gilt um allar þjóðaratkvæðagreiðslur í sögu landsins jafnt fyrir lýðveldisstofnun sem eftir. Þann 25. júní 2010 voru og sett sérstök lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Sú ályktunartillaga sem fram er komin stríðir gegn þeim lögum. Alþingi getur í ljósi ofangreinds ekki tekið ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslu með öðrum hætti en með samþykki lagafrumvarps. Í ákveðnum tilvikum s.s. þeim sem spretta af málskotsrétti forseta Íslands mælir stjórnarskrá fyrir um þjóðaratkvæðagreiðslu. Ofangreindur texti stjórnartillögu til þingsályktunar er því ekki tækur til þinglegrar meðferðar og málið ekki rétt fram borið.“ Að lokum segir Árni að núverandi ríkisstjórn eigi ekki að geta torveldað ríkisstjórnum framtíðarinnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu.„Þá er og ljóst að yfirstandandi 143. löggjafarþing Alþingis hefur ekki vald til að tæma vald löggjafarþinga framtíðarinnar til að taka ákvarðanir um að sækja um aðild að alþjóðastofnunum. Lýðveldisstjórnarskráin mælir fyrir um skyldubundið samþykki Alþingis fyrir þjóðréttarlegum samningum við önnur ríki. Í framkvæmd hefur þetta ekki verið bundið við fullgildingu heldur var ákvörðun um að leita aðildar að helstu alþjóðastofnunum í öllum sögulegum tilvikum afgreidd með ályktun Alþingis og því næst leidd til lykta af framkvæmdarvaldinu.“„Um þennan þátt máls fjalla lagaprófessorarnir Ragnhildur Helgadóttir og Björg Thorarensen í Fréttablaðinu í dag og komast báðar að þeirri skýru niðurstöðu að hér geti í mesta lagi verið um „viljayfirlýsingu“ eða um „innantómt loforð“ að ræða, sem hafi enga stjórnskipulega þýðingu.“„Minnt skal á skyldur einstaklinga kjörinna til setu á Alþingi til að virða stjórnarskrána, meginreglur hennar og stjórnarskrárfestuna. Órofa hefð er fyrir því á Íslandi í meira en 150 ár að alþingismenn undirriti drengskaparheit við stjórnarskrána og sú skuldbinding er í eðli sínu persónuleg skuldbinding undirrituð eigin hendi af hverjum og einum. Af henni leiðir einnig að þingmenn dagsins í dag geta ekki freistað þess með klækjabrögðum, í blóra við lög og stjórnarskrá, að binda hendur þeirra sem á eftir þeim koma á hinu háa Alþingi.“
Mest lesið Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Sjá meira