Fer fram á að forsætisnefnd meti hvort tillaga Gunnars Braga sé þingtæk Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. febrúar 2014 11:01 Árni Páll vill að forsætisnefnd Alþingis leggi mat á þingsályktunartillögu Gunnars Braga. Vísir/GVA Árni Páll Árnason, formaður Samylkingarinnar, fer fram á að forsætisnefnd Alþingis meti hvort þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, sem felur meðal annars í sér að aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið sé dregin tilbaka, sé þingtæk. Árni sendi forseta Alþingis erindi í morgun þar sem hann færði rök fyrir því að tillaga utanríkisráðherra sé ekki þingtæk. Hann telur tillögu Gunnars Braga fela „í sér gildishlaðin ærumeiðandi ummæli í garð þeirra þingmanna sem greiddu aðildarumsókn atkvæði sitt eða tryggðu framgang hennar með hjásetu sumarið 2009. Því er því gert skóna að þeir hafi ekki greitt atkvæði eftir sannfæringu sinni, eins og boðið er í stjórnarskrá og þeim eignuð annarleg viðhorf.“ Árni segir ennfremur að tillagan standist ekki lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, sem sett voru í júní 2010:„Tillagan kveður samkvæmt orðanna hljóðan á um að: „ekki skuli sótt um aðild að Evrópusambandinu á nýjan leik án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort íslenska þjóðin stefni að aðild að Evrópusambandinu“„Það er meginregla í íslenskri stjórnskipun að allar þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi fara fram á grundvelli stjórnskipulega rétt settra laga. Þetta hefur gilt um allar þjóðaratkvæðagreiðslur í sögu landsins jafnt fyrir lýðveldisstofnun sem eftir. Þann 25. júní 2010 voru og sett sérstök lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Sú ályktunartillaga sem fram er komin stríðir gegn þeim lögum. Alþingi getur í ljósi ofangreinds ekki tekið ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslu með öðrum hætti en með samþykki lagafrumvarps. Í ákveðnum tilvikum s.s. þeim sem spretta af málskotsrétti forseta Íslands mælir stjórnarskrá fyrir um þjóðaratkvæðagreiðslu. Ofangreindur texti stjórnartillögu til þingsályktunar er því ekki tækur til þinglegrar meðferðar og málið ekki rétt fram borið.“ Að lokum segir Árni að núverandi ríkisstjórn eigi ekki að geta torveldað ríkisstjórnum framtíðarinnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu.„Þá er og ljóst að yfirstandandi 143. löggjafarþing Alþingis hefur ekki vald til að tæma vald löggjafarþinga framtíðarinnar til að taka ákvarðanir um að sækja um aðild að alþjóðastofnunum. Lýðveldisstjórnarskráin mælir fyrir um skyldubundið samþykki Alþingis fyrir þjóðréttarlegum samningum við önnur ríki. Í framkvæmd hefur þetta ekki verið bundið við fullgildingu heldur var ákvörðun um að leita aðildar að helstu alþjóðastofnunum í öllum sögulegum tilvikum afgreidd með ályktun Alþingis og því næst leidd til lykta af framkvæmdarvaldinu.“„Um þennan þátt máls fjalla lagaprófessorarnir Ragnhildur Helgadóttir og Björg Thorarensen í Fréttablaðinu í dag og komast báðar að þeirri skýru niðurstöðu að hér geti í mesta lagi verið um „viljayfirlýsingu“ eða um „innantómt loforð“ að ræða, sem hafi enga stjórnskipulega þýðingu.“„Minnt skal á skyldur einstaklinga kjörinna til setu á Alþingi til að virða stjórnarskrána, meginreglur hennar og stjórnarskrárfestuna. Órofa hefð er fyrir því á Íslandi í meira en 150 ár að alþingismenn undirriti drengskaparheit við stjórnarskrána og sú skuldbinding er í eðli sínu persónuleg skuldbinding undirrituð eigin hendi af hverjum og einum. Af henni leiðir einnig að þingmenn dagsins í dag geta ekki freistað þess með klækjabrögðum, í blóra við lög og stjórnarskrá, að binda hendur þeirra sem á eftir þeim koma á hinu háa Alþingi.“ Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samylkingarinnar, fer fram á að forsætisnefnd Alþingis meti hvort þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, sem felur meðal annars í sér að aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið sé dregin tilbaka, sé þingtæk. Árni sendi forseta Alþingis erindi í morgun þar sem hann færði rök fyrir því að tillaga utanríkisráðherra sé ekki þingtæk. Hann telur tillögu Gunnars Braga fela „í sér gildishlaðin ærumeiðandi ummæli í garð þeirra þingmanna sem greiddu aðildarumsókn atkvæði sitt eða tryggðu framgang hennar með hjásetu sumarið 2009. Því er því gert skóna að þeir hafi ekki greitt atkvæði eftir sannfæringu sinni, eins og boðið er í stjórnarskrá og þeim eignuð annarleg viðhorf.“ Árni segir ennfremur að tillagan standist ekki lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, sem sett voru í júní 2010:„Tillagan kveður samkvæmt orðanna hljóðan á um að: „ekki skuli sótt um aðild að Evrópusambandinu á nýjan leik án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort íslenska þjóðin stefni að aðild að Evrópusambandinu“„Það er meginregla í íslenskri stjórnskipun að allar þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi fara fram á grundvelli stjórnskipulega rétt settra laga. Þetta hefur gilt um allar þjóðaratkvæðagreiðslur í sögu landsins jafnt fyrir lýðveldisstofnun sem eftir. Þann 25. júní 2010 voru og sett sérstök lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Sú ályktunartillaga sem fram er komin stríðir gegn þeim lögum. Alþingi getur í ljósi ofangreinds ekki tekið ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslu með öðrum hætti en með samþykki lagafrumvarps. Í ákveðnum tilvikum s.s. þeim sem spretta af málskotsrétti forseta Íslands mælir stjórnarskrá fyrir um þjóðaratkvæðagreiðslu. Ofangreindur texti stjórnartillögu til þingsályktunar er því ekki tækur til þinglegrar meðferðar og málið ekki rétt fram borið.“ Að lokum segir Árni að núverandi ríkisstjórn eigi ekki að geta torveldað ríkisstjórnum framtíðarinnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu.„Þá er og ljóst að yfirstandandi 143. löggjafarþing Alþingis hefur ekki vald til að tæma vald löggjafarþinga framtíðarinnar til að taka ákvarðanir um að sækja um aðild að alþjóðastofnunum. Lýðveldisstjórnarskráin mælir fyrir um skyldubundið samþykki Alþingis fyrir þjóðréttarlegum samningum við önnur ríki. Í framkvæmd hefur þetta ekki verið bundið við fullgildingu heldur var ákvörðun um að leita aðildar að helstu alþjóðastofnunum í öllum sögulegum tilvikum afgreidd með ályktun Alþingis og því næst leidd til lykta af framkvæmdarvaldinu.“„Um þennan þátt máls fjalla lagaprófessorarnir Ragnhildur Helgadóttir og Björg Thorarensen í Fréttablaðinu í dag og komast báðar að þeirri skýru niðurstöðu að hér geti í mesta lagi verið um „viljayfirlýsingu“ eða um „innantómt loforð“ að ræða, sem hafi enga stjórnskipulega þýðingu.“„Minnt skal á skyldur einstaklinga kjörinna til setu á Alþingi til að virða stjórnarskrána, meginreglur hennar og stjórnarskrárfestuna. Órofa hefð er fyrir því á Íslandi í meira en 150 ár að alþingismenn undirriti drengskaparheit við stjórnarskrána og sú skuldbinding er í eðli sínu persónuleg skuldbinding undirrituð eigin hendi af hverjum og einum. Af henni leiðir einnig að þingmenn dagsins í dag geta ekki freistað þess með klækjabrögðum, í blóra við lög og stjórnarskrá, að binda hendur þeirra sem á eftir þeim koma á hinu háa Alþingi.“
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira