Innlent

Valli fór á Alþingi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fylgdust með ræðu Katrínar Júlíusdóttur.
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fylgdust með ræðu Katrínar Júlíusdóttur. Vísir/Valli
Upp úr sauð á Alþingi í gær á milli Katrínar Júlíusdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, og Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum og tók myndir af því sem fram fór. Myndirnar má sjá í syrpu hér að ofan.

Katrín var afar ósátt með að Bjarni skyldi leggja dagskrá Alþingis í pontu á meðan hún gagnrýndi að engin mál væru á dagskrá Alþingis.

Kallaði hún Bjarna „helvítis dóna“ og sakaði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, flokksfélagi Katrínar, Bjarna um kvenfyrirlitningu. Bjarni sagðist einfaldlega hafa viljað sýna Katrínu að 25 mál væru á dagskrá þingsins.

Katrín bað þingheim síðar afsökunar á orðum sínum.

Myndir Valla hafa vakið verðskuldaða athygli og fóru víða á samfélagsmiðlum í gær. Katrín gerði eina myndina að forsíðumynd á Fésbókarsíðu sinni og rithöfundurinn Hallgrímur Helgason lýsti því sem hann sá á sömu mynd.

Aðrir stigu eitt skref til viðbótar eins og sést að neðan.

 Bjarni og Sigmundur svalir

Tengdar fréttir

Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig.

„Helvítis dóni“

Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×