Innlent

40 þúsund skora á Alþingi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Fjöldi þeirra sem hafa skrifað undir áskorunina er orðinn meiri en sá fjöldi sem skrifaði undir áskorun til forseta Íslands um að synja öðrum Icesave-samningnum.
Fjöldi þeirra sem hafa skrifað undir áskorunina er orðinn meiri en sá fjöldi sem skrifaði undir áskorun til forseta Íslands um að synja öðrum Icesave-samningnum.
40 þúsund hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda á vefsíðunni Þjóð.is um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort aðildaviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram.

Fjöldi þeirra sem hafa skrifað undir áskorunina er orðinn meiri en sá fjöldi sem skrifaði undir áskorun til forseta Íslands um að synja öðrum Icesave-samningnum, en um 38 þúsund settu nafn sitt á þann lista.

Stærsta undirskriftasöfnunin hér á landi fór fram á síðasta ári. Þá skoruðu nærri 70 þúsund á Reykjavíkurborg að tryggja að Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram í Vatnsmýrinni.


Tengdar fréttir

Vill ekki taka þátt í ESB leikriti

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki heiðarlegt að standa í einhverju leikriti gagnvart Evrópusambandinu og tíma til kominn að óvissuferðinni um aðild að sambandinu ljúki.

Margir sjálfstæðismenn vilja að staðið sé við fyrirheit um þjóðaratkvæði

Flokksmenn í Sjálfstæðisflokknum víða um land segjast ósáttir við að snúið hafi verið frá fyrirheitum um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Meirihluti sé á móti aðild en margir vilji þó klára viðræður. Staða Bjarna Benediktssonar sem formanns er þó talin sterk.

Ísland gengur ekki í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð

"Gangi tillaga ríkisstjórnarinnar í gegn gæti maður vitanlega sagt að snúið hafi verið aftur til fyrri stöðu mála í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins,“ segir Maximilian Conrad, lektor við stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands.

Innantómt loforð um þjóðaratkvæði

Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu bindur ekki hendur næstu ríkisstjórnar eða næsta þings á einn eða annan hátt segja lagaprófessorarnir Björg Thorarensen og Ragnhildur Helgadóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×