Þjóðin og ESB: Hvenær og hvernig á almenningur að koma að málinu? Þorgils Jónsson skrifar 27. febrúar 2014 07:00 Fjölmenn mótmæli hafa farið fram á Austurvelli síðustu daga þar sem aðalkrafan er að þjóðin fái að tjá hug sinn í þjóðaratkvæðagreislu um framhald ESB-viðræðnanna. Fréttablaðið/Pjetur Eftir að Vinstri græn lögðu í fyrrakvöld fram þingsályktunartillögu sína um framhald aðildarviðræðnanna við ESB liggja þrjár tillögur fyrir Alþingi um sama efni, sem nálgast það þó hver á sinn hátt. Þar að auki eru ýmsar aðrar hugmyndir á lofti og einnig er oft vísað til kosningaloforða Sjálfstæðisflokksins og samstarfssáttmálans milli stjórnarflokkanna. Skýrsla Hagfræðistofnunar um stöðu viðræðnanna og tillagan um viðræðuslit sem utanríkisráðherra lagði í framhaldinu fram í síðustu viku hleypti málinu svo upp og í kjölfarið komu fram tillögur frá stjórnarandstöðunni. Meginlínurnar snúast annars vegar um hvort viðræðum verði slitið, eins og stjórnarflokkarnir vilja, eða hvort hún verði látin liggja óhreyfð um óákveðinn tíma og hins vegar um hvort og hvenær þjóðin eigi að fá að segja sína skoðun á málunum í þjóðaratkvæðagreiðslu og að hverju verði þar spurt.Slit eða bið? Stjórnarflokkarnir hyggjast slíta viðræðum og hljóðar þingsályktunartillaga þeirra upp á það. Það sem stjórnarandstaðan leggur áherslu á er að umsóknin verði ekki dregin til baka þar sem það mundi lengja til muna endurupptökuferlið þegar/ef pólitískur vilji væri til staðar. Þess í stað verði fordæmi Svisslendinga fylgt og umsóknin látin liggja inni hjá ESB. Verði ferlið hafið á ný þurfi ekki að bíða samþykkis allra aðildarríkjanna. Til samanburðar leið rúmt ár frá því að Ísland lagði inn aðildarumsókn sína í júní árið 2009 þar til að aðildarviðræðurnar hófust.Aðkoma þjóðarinnar Skiptar skoðanir eru líka um aðkomu þjóðarinnar að ákvörðuninni. Sjálfstæðisflokkurinn hét því í aðdraganda alþingiskosninga að framhald viðræðnanna yrði borið undir þjóðina á kjörtímabilinu, en í stjórnarsáttmálanum var ekkert látið uppi um tímasetningar, heldur aðeins að ekki yrði haldið áfram án þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillagan um viðræðuslit er á sama veg. Tvær línur eru hins vegar um málið innan stjórnarandstöðunnar. Annars vegar vilja Vinstri græn kjósa fyrir lok kjörtímabilsins og hins vegar vilja Samfylking, Björt framtíð og Píratar láta kjósa um málið samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Eftir að Vinstri græn lögðu í fyrrakvöld fram þingsályktunartillögu sína um framhald aðildarviðræðnanna við ESB liggja þrjár tillögur fyrir Alþingi um sama efni, sem nálgast það þó hver á sinn hátt. Þar að auki eru ýmsar aðrar hugmyndir á lofti og einnig er oft vísað til kosningaloforða Sjálfstæðisflokksins og samstarfssáttmálans milli stjórnarflokkanna. Skýrsla Hagfræðistofnunar um stöðu viðræðnanna og tillagan um viðræðuslit sem utanríkisráðherra lagði í framhaldinu fram í síðustu viku hleypti málinu svo upp og í kjölfarið komu fram tillögur frá stjórnarandstöðunni. Meginlínurnar snúast annars vegar um hvort viðræðum verði slitið, eins og stjórnarflokkarnir vilja, eða hvort hún verði látin liggja óhreyfð um óákveðinn tíma og hins vegar um hvort og hvenær þjóðin eigi að fá að segja sína skoðun á málunum í þjóðaratkvæðagreiðslu og að hverju verði þar spurt.Slit eða bið? Stjórnarflokkarnir hyggjast slíta viðræðum og hljóðar þingsályktunartillaga þeirra upp á það. Það sem stjórnarandstaðan leggur áherslu á er að umsóknin verði ekki dregin til baka þar sem það mundi lengja til muna endurupptökuferlið þegar/ef pólitískur vilji væri til staðar. Þess í stað verði fordæmi Svisslendinga fylgt og umsóknin látin liggja inni hjá ESB. Verði ferlið hafið á ný þurfi ekki að bíða samþykkis allra aðildarríkjanna. Til samanburðar leið rúmt ár frá því að Ísland lagði inn aðildarumsókn sína í júní árið 2009 þar til að aðildarviðræðurnar hófust.Aðkoma þjóðarinnar Skiptar skoðanir eru líka um aðkomu þjóðarinnar að ákvörðuninni. Sjálfstæðisflokkurinn hét því í aðdraganda alþingiskosninga að framhald viðræðnanna yrði borið undir þjóðina á kjörtímabilinu, en í stjórnarsáttmálanum var ekkert látið uppi um tímasetningar, heldur aðeins að ekki yrði haldið áfram án þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillagan um viðræðuslit er á sama veg. Tvær línur eru hins vegar um málið innan stjórnarandstöðunnar. Annars vegar vilja Vinstri græn kjósa fyrir lok kjörtímabilsins og hins vegar vilja Samfylking, Björt framtíð og Píratar láta kjósa um málið samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira