Vilja tvo æfingaleiki til viðbótar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. febrúar 2014 13:00 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson. Vísir/Pjetur Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck segja vináttulandsleiki mikilvægari nú með breyttu fyrirkomulagi á undankeppni stórmóta. Alþjóðlegum leikdögum hefur verið fækkað en þar að auki fá þau oft minni tíma til að undirbúa liðin fyrir leiki í landsleikjatörnunum. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti á síðasta ári breytt fyrirkomulag á leikjum í undankeppni stórmóta. Í stað þess að langflest lið spili á sömu dögum verður þeim nú dreift á sex daga - frá fimmtudegi til þriðjudags. „Með þessu vill sambandið koma auka sjónvarpstekjur sínar af þessum leikjum og maður verður að virða það,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi KSÍ í dag. „En þetta þýðir líka að það eru færri daga á milli leikja þegar liðin eru að spila tvo leiki í sömu törninni,“ bætti hann við. „Svo í þeim tilvikum þegar liðin eiga fyrri leikinn á fimmtudegi þýðir það enn minni tíma til undirbúnings en áður.“ „Auðvitað kemur þetta út á jöfnu fyrir bæði lið en reynslan mín hefur sýnt að minni undirbúningur kemur sér verr fyrir svokölluðu litlu liðin.“ Lagerbäck sagði að allt yrði gert til að auðvelda undirbúning og hámarka hvíld á milli leikja. Til dæmis með því að taka leiguflug til eða frá leikstöðum þegar um svokallaðan „tvíhöfða“ er að ræða. „Við munum skipuleggja allt í þaula - mat, drykk, búninga, sjúkraþjálfun og allt sem kemur að umgjörðinni,“ sagði Lagerbäck. Heimir og Lars eru sammála um að mikilvægi æfingaleikja hafi aukist enn með breyttu fyrirkomulagi. Til að mynda er ekki lengur alþjóðlegur leikdagur um miðjan ágúst sem hefur yfirleitt verið nýttur til að finna liðinu æfingaleik á Laugardalsvelli. „Það er möguleiki að finna leiki í lok maí og byrjun júní en það yrðu líklega síðasti möguleikinn til að undirbúa liðið fyrir leikina í undankeppnina,“ sagði Heimir. Ísland leikur gegn Austurríki ytra þann 30. maí en KSÍ er nú að skoða þann möguleika að finna íslenska liðinu fleiri leiki - bæði lok maímánaðar og byrjun júní. Þau lið sem taka þátt í HM í Brasilíu verða á fullu í sínum undirbúningi þá. „Við erum fremur að skoða það að fá leiki en að leitast eftir ákveðnum andstæðingum. Við höfum rætt við Eistland sem er með svipað lið og Lettland [sem er með Íslandi í riðli]. En aðalmálið er að fá leik og þá helst leiki,“ sagði Heimir.Næstu leikir Íslands: 5. mars: Wales (úti) - vináttulandsleikur 30. maí: Austurríki (úti) - vináttulandsleikurUndankeppni EM 2016: þriðjudagur 9. september 2014: Ísland - Tyrkland föstudagur 10. október 2014: Lettland - Ísland mánudagur 13. október 2014: Ísland - Holland sunnudagur 16. nóvember 2014: Tékkland - Ísland laugardagur 28. mars 2015: Kasakstan - Ísland föstudagur 12. júní 2015: Ísland - Tékkland fimmtudagur 3. september: Holland - Ísland sunnudagur 6. september: Ísland - Kasakstan laugardagur 10. október: Ísland - Lettland þriðjudagur 13. október: Tyrkland - Ísland Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ ætlar að leigja flugvél fyrir karlalandsliðið Knattspyrnusamband Íslands ætlar að auka við umgjörð í kringum A-landslið karla í fótbolta í komandi undankeppni EM og meðal annars að taka flugvél á leigu þegar liðið spilar tvo leiki á stuttum tíma. 28. febrúar 2014 11:14 Björn Daníel og Elmar í hópi Íslands Landsliðshópur Íslands fyrir æfingaleik gegn Wales þann 5. mars var kynntur í dag. 28. febrúar 2014 10:45 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck segja vináttulandsleiki mikilvægari nú með breyttu fyrirkomulagi á undankeppni stórmóta. Alþjóðlegum leikdögum hefur verið fækkað en þar að auki fá þau oft minni tíma til að undirbúa liðin fyrir leiki í landsleikjatörnunum. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti á síðasta ári breytt fyrirkomulag á leikjum í undankeppni stórmóta. Í stað þess að langflest lið spili á sömu dögum verður þeim nú dreift á sex daga - frá fimmtudegi til þriðjudags. „Með þessu vill sambandið koma auka sjónvarpstekjur sínar af þessum leikjum og maður verður að virða það,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi KSÍ í dag. „En þetta þýðir líka að það eru færri daga á milli leikja þegar liðin eru að spila tvo leiki í sömu törninni,“ bætti hann við. „Svo í þeim tilvikum þegar liðin eiga fyrri leikinn á fimmtudegi þýðir það enn minni tíma til undirbúnings en áður.“ „Auðvitað kemur þetta út á jöfnu fyrir bæði lið en reynslan mín hefur sýnt að minni undirbúningur kemur sér verr fyrir svokölluðu litlu liðin.“ Lagerbäck sagði að allt yrði gert til að auðvelda undirbúning og hámarka hvíld á milli leikja. Til dæmis með því að taka leiguflug til eða frá leikstöðum þegar um svokallaðan „tvíhöfða“ er að ræða. „Við munum skipuleggja allt í þaula - mat, drykk, búninga, sjúkraþjálfun og allt sem kemur að umgjörðinni,“ sagði Lagerbäck. Heimir og Lars eru sammála um að mikilvægi æfingaleikja hafi aukist enn með breyttu fyrirkomulagi. Til að mynda er ekki lengur alþjóðlegur leikdagur um miðjan ágúst sem hefur yfirleitt verið nýttur til að finna liðinu æfingaleik á Laugardalsvelli. „Það er möguleiki að finna leiki í lok maí og byrjun júní en það yrðu líklega síðasti möguleikinn til að undirbúa liðið fyrir leikina í undankeppnina,“ sagði Heimir. Ísland leikur gegn Austurríki ytra þann 30. maí en KSÍ er nú að skoða þann möguleika að finna íslenska liðinu fleiri leiki - bæði lok maímánaðar og byrjun júní. Þau lið sem taka þátt í HM í Brasilíu verða á fullu í sínum undirbúningi þá. „Við erum fremur að skoða það að fá leiki en að leitast eftir ákveðnum andstæðingum. Við höfum rætt við Eistland sem er með svipað lið og Lettland [sem er með Íslandi í riðli]. En aðalmálið er að fá leik og þá helst leiki,“ sagði Heimir.Næstu leikir Íslands: 5. mars: Wales (úti) - vináttulandsleikur 30. maí: Austurríki (úti) - vináttulandsleikurUndankeppni EM 2016: þriðjudagur 9. september 2014: Ísland - Tyrkland föstudagur 10. október 2014: Lettland - Ísland mánudagur 13. október 2014: Ísland - Holland sunnudagur 16. nóvember 2014: Tékkland - Ísland laugardagur 28. mars 2015: Kasakstan - Ísland föstudagur 12. júní 2015: Ísland - Tékkland fimmtudagur 3. september: Holland - Ísland sunnudagur 6. september: Ísland - Kasakstan laugardagur 10. október: Ísland - Lettland þriðjudagur 13. október: Tyrkland - Ísland
Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ ætlar að leigja flugvél fyrir karlalandsliðið Knattspyrnusamband Íslands ætlar að auka við umgjörð í kringum A-landslið karla í fótbolta í komandi undankeppni EM og meðal annars að taka flugvél á leigu þegar liðið spilar tvo leiki á stuttum tíma. 28. febrúar 2014 11:14 Björn Daníel og Elmar í hópi Íslands Landsliðshópur Íslands fyrir æfingaleik gegn Wales þann 5. mars var kynntur í dag. 28. febrúar 2014 10:45 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
KSÍ ætlar að leigja flugvél fyrir karlalandsliðið Knattspyrnusamband Íslands ætlar að auka við umgjörð í kringum A-landslið karla í fótbolta í komandi undankeppni EM og meðal annars að taka flugvél á leigu þegar liðið spilar tvo leiki á stuttum tíma. 28. febrúar 2014 11:14
Björn Daníel og Elmar í hópi Íslands Landsliðshópur Íslands fyrir æfingaleik gegn Wales þann 5. mars var kynntur í dag. 28. febrúar 2014 10:45