Vilja tvo æfingaleiki til viðbótar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. febrúar 2014 13:00 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson. Vísir/Pjetur Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck segja vináttulandsleiki mikilvægari nú með breyttu fyrirkomulagi á undankeppni stórmóta. Alþjóðlegum leikdögum hefur verið fækkað en þar að auki fá þau oft minni tíma til að undirbúa liðin fyrir leiki í landsleikjatörnunum. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti á síðasta ári breytt fyrirkomulag á leikjum í undankeppni stórmóta. Í stað þess að langflest lið spili á sömu dögum verður þeim nú dreift á sex daga - frá fimmtudegi til þriðjudags. „Með þessu vill sambandið koma auka sjónvarpstekjur sínar af þessum leikjum og maður verður að virða það,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi KSÍ í dag. „En þetta þýðir líka að það eru færri daga á milli leikja þegar liðin eru að spila tvo leiki í sömu törninni,“ bætti hann við. „Svo í þeim tilvikum þegar liðin eiga fyrri leikinn á fimmtudegi þýðir það enn minni tíma til undirbúnings en áður.“ „Auðvitað kemur þetta út á jöfnu fyrir bæði lið en reynslan mín hefur sýnt að minni undirbúningur kemur sér verr fyrir svokölluðu litlu liðin.“ Lagerbäck sagði að allt yrði gert til að auðvelda undirbúning og hámarka hvíld á milli leikja. Til dæmis með því að taka leiguflug til eða frá leikstöðum þegar um svokallaðan „tvíhöfða“ er að ræða. „Við munum skipuleggja allt í þaula - mat, drykk, búninga, sjúkraþjálfun og allt sem kemur að umgjörðinni,“ sagði Lagerbäck. Heimir og Lars eru sammála um að mikilvægi æfingaleikja hafi aukist enn með breyttu fyrirkomulagi. Til að mynda er ekki lengur alþjóðlegur leikdagur um miðjan ágúst sem hefur yfirleitt verið nýttur til að finna liðinu æfingaleik á Laugardalsvelli. „Það er möguleiki að finna leiki í lok maí og byrjun júní en það yrðu líklega síðasti möguleikinn til að undirbúa liðið fyrir leikina í undankeppnina,“ sagði Heimir. Ísland leikur gegn Austurríki ytra þann 30. maí en KSÍ er nú að skoða þann möguleika að finna íslenska liðinu fleiri leiki - bæði lok maímánaðar og byrjun júní. Þau lið sem taka þátt í HM í Brasilíu verða á fullu í sínum undirbúningi þá. „Við erum fremur að skoða það að fá leiki en að leitast eftir ákveðnum andstæðingum. Við höfum rætt við Eistland sem er með svipað lið og Lettland [sem er með Íslandi í riðli]. En aðalmálið er að fá leik og þá helst leiki,“ sagði Heimir.Næstu leikir Íslands: 5. mars: Wales (úti) - vináttulandsleikur 30. maí: Austurríki (úti) - vináttulandsleikurUndankeppni EM 2016: þriðjudagur 9. september 2014: Ísland - Tyrkland föstudagur 10. október 2014: Lettland - Ísland mánudagur 13. október 2014: Ísland - Holland sunnudagur 16. nóvember 2014: Tékkland - Ísland laugardagur 28. mars 2015: Kasakstan - Ísland föstudagur 12. júní 2015: Ísland - Tékkland fimmtudagur 3. september: Holland - Ísland sunnudagur 6. september: Ísland - Kasakstan laugardagur 10. október: Ísland - Lettland þriðjudagur 13. október: Tyrkland - Ísland Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ ætlar að leigja flugvél fyrir karlalandsliðið Knattspyrnusamband Íslands ætlar að auka við umgjörð í kringum A-landslið karla í fótbolta í komandi undankeppni EM og meðal annars að taka flugvél á leigu þegar liðið spilar tvo leiki á stuttum tíma. 28. febrúar 2014 11:14 Björn Daníel og Elmar í hópi Íslands Landsliðshópur Íslands fyrir æfingaleik gegn Wales þann 5. mars var kynntur í dag. 28. febrúar 2014 10:45 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck segja vináttulandsleiki mikilvægari nú með breyttu fyrirkomulagi á undankeppni stórmóta. Alþjóðlegum leikdögum hefur verið fækkað en þar að auki fá þau oft minni tíma til að undirbúa liðin fyrir leiki í landsleikjatörnunum. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti á síðasta ári breytt fyrirkomulag á leikjum í undankeppni stórmóta. Í stað þess að langflest lið spili á sömu dögum verður þeim nú dreift á sex daga - frá fimmtudegi til þriðjudags. „Með þessu vill sambandið koma auka sjónvarpstekjur sínar af þessum leikjum og maður verður að virða það,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi KSÍ í dag. „En þetta þýðir líka að það eru færri daga á milli leikja þegar liðin eru að spila tvo leiki í sömu törninni,“ bætti hann við. „Svo í þeim tilvikum þegar liðin eiga fyrri leikinn á fimmtudegi þýðir það enn minni tíma til undirbúnings en áður.“ „Auðvitað kemur þetta út á jöfnu fyrir bæði lið en reynslan mín hefur sýnt að minni undirbúningur kemur sér verr fyrir svokölluðu litlu liðin.“ Lagerbäck sagði að allt yrði gert til að auðvelda undirbúning og hámarka hvíld á milli leikja. Til dæmis með því að taka leiguflug til eða frá leikstöðum þegar um svokallaðan „tvíhöfða“ er að ræða. „Við munum skipuleggja allt í þaula - mat, drykk, búninga, sjúkraþjálfun og allt sem kemur að umgjörðinni,“ sagði Lagerbäck. Heimir og Lars eru sammála um að mikilvægi æfingaleikja hafi aukist enn með breyttu fyrirkomulagi. Til að mynda er ekki lengur alþjóðlegur leikdagur um miðjan ágúst sem hefur yfirleitt verið nýttur til að finna liðinu æfingaleik á Laugardalsvelli. „Það er möguleiki að finna leiki í lok maí og byrjun júní en það yrðu líklega síðasti möguleikinn til að undirbúa liðið fyrir leikina í undankeppnina,“ sagði Heimir. Ísland leikur gegn Austurríki ytra þann 30. maí en KSÍ er nú að skoða þann möguleika að finna íslenska liðinu fleiri leiki - bæði lok maímánaðar og byrjun júní. Þau lið sem taka þátt í HM í Brasilíu verða á fullu í sínum undirbúningi þá. „Við erum fremur að skoða það að fá leiki en að leitast eftir ákveðnum andstæðingum. Við höfum rætt við Eistland sem er með svipað lið og Lettland [sem er með Íslandi í riðli]. En aðalmálið er að fá leik og þá helst leiki,“ sagði Heimir.Næstu leikir Íslands: 5. mars: Wales (úti) - vináttulandsleikur 30. maí: Austurríki (úti) - vináttulandsleikurUndankeppni EM 2016: þriðjudagur 9. september 2014: Ísland - Tyrkland föstudagur 10. október 2014: Lettland - Ísland mánudagur 13. október 2014: Ísland - Holland sunnudagur 16. nóvember 2014: Tékkland - Ísland laugardagur 28. mars 2015: Kasakstan - Ísland föstudagur 12. júní 2015: Ísland - Tékkland fimmtudagur 3. september: Holland - Ísland sunnudagur 6. september: Ísland - Kasakstan laugardagur 10. október: Ísland - Lettland þriðjudagur 13. október: Tyrkland - Ísland
Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ ætlar að leigja flugvél fyrir karlalandsliðið Knattspyrnusamband Íslands ætlar að auka við umgjörð í kringum A-landslið karla í fótbolta í komandi undankeppni EM og meðal annars að taka flugvél á leigu þegar liðið spilar tvo leiki á stuttum tíma. 28. febrúar 2014 11:14 Björn Daníel og Elmar í hópi Íslands Landsliðshópur Íslands fyrir æfingaleik gegn Wales þann 5. mars var kynntur í dag. 28. febrúar 2014 10:45 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
KSÍ ætlar að leigja flugvél fyrir karlalandsliðið Knattspyrnusamband Íslands ætlar að auka við umgjörð í kringum A-landslið karla í fótbolta í komandi undankeppni EM og meðal annars að taka flugvél á leigu þegar liðið spilar tvo leiki á stuttum tíma. 28. febrúar 2014 11:14
Björn Daníel og Elmar í hópi Íslands Landsliðshópur Íslands fyrir æfingaleik gegn Wales þann 5. mars var kynntur í dag. 28. febrúar 2014 10:45
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti