Heimamenn stoltir af sínum mat 28. febrúar 2014 20:00 Breski sjónvarpskokkurinn Ainsley Harriott. Ainsley Harriott er breskur matreiðslumaður og heimsfrægur sjónvarpskokkur sem er staddur hér á landi meðal annars til að gera nýjan sjónvarpsþátt sem nefnist Ainsley Eats the Streets, og sýndur verður á Channel 4 í Bretlandi í haust. Hann tók til hendinni í Kaffivagninum fyrr í dag. „Ég kom hingað þar sem kokkurinn var að sýna mér þessar dásamlegu fiskibollur sem hann er að gera hérna. Og ég var auðvitað farinn að hjálpa til, kokkar hjálpa hver öðrum," sagði Ainsley hlæjandi þegar fréttastofa heimsótti hann í eldhúsið á Kaffivagninum. „Ég er búinn að vera að ferðast um allan heim við gerð þessarar nýju þáttaraðar og er búinn að fara til Istanbúl, Japan, Sikileyjar og fleiri staða og nú erum við á Íslandi. Tilgangurinn með þáttaröðinni er að sýna alvöru mat sem heimamenn borða í hverju landi fyrir sig. Venjulegan mat sem þú og ég borðum því fólk vill ekkert endilega alltaf fara á alla fínustu veitingastaðina þegar það er að ferðast á milli landa." Aisley segir gaman að upplifa að á öllum þeim stöðum sem hann hefur heimsótt séu heimamenn afar stoltir yfir matnum sínum. Og hann ætlar líka að nýta ferðina til Íslands í að vera dómari á Food and Fun hátíðinni sem nú stendur yfir. „Ég er oft spurður hvort það sé ekki reglulega gaman að dæma svona keppnir, ég er ekki viss um að mér finnist það alltaf. Mér líkar ekki tilhugsunin um að það sé hægt að sigra og tapa í matreiðslu, eins og víða er markaður fyrir, til dæmis í fjölda sjónvarpsþátta. Allir eru dæmdir fyrir það sem þeir gera og þá er ósanngjarnt að einhver tapi þegar allir eru að gera sitt besta. Ég held að það geti dregið úr fólki, sérstaklega þegar það er ungt. En það er auðvitað gaman þegar vakin er athygli á því sem er vel gert í keppnum af þessu tagi. Og ég hlakka mikið til." Food and Fun Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Ainsley Harriott er breskur matreiðslumaður og heimsfrægur sjónvarpskokkur sem er staddur hér á landi meðal annars til að gera nýjan sjónvarpsþátt sem nefnist Ainsley Eats the Streets, og sýndur verður á Channel 4 í Bretlandi í haust. Hann tók til hendinni í Kaffivagninum fyrr í dag. „Ég kom hingað þar sem kokkurinn var að sýna mér þessar dásamlegu fiskibollur sem hann er að gera hérna. Og ég var auðvitað farinn að hjálpa til, kokkar hjálpa hver öðrum," sagði Ainsley hlæjandi þegar fréttastofa heimsótti hann í eldhúsið á Kaffivagninum. „Ég er búinn að vera að ferðast um allan heim við gerð þessarar nýju þáttaraðar og er búinn að fara til Istanbúl, Japan, Sikileyjar og fleiri staða og nú erum við á Íslandi. Tilgangurinn með þáttaröðinni er að sýna alvöru mat sem heimamenn borða í hverju landi fyrir sig. Venjulegan mat sem þú og ég borðum því fólk vill ekkert endilega alltaf fara á alla fínustu veitingastaðina þegar það er að ferðast á milli landa." Aisley segir gaman að upplifa að á öllum þeim stöðum sem hann hefur heimsótt séu heimamenn afar stoltir yfir matnum sínum. Og hann ætlar líka að nýta ferðina til Íslands í að vera dómari á Food and Fun hátíðinni sem nú stendur yfir. „Ég er oft spurður hvort það sé ekki reglulega gaman að dæma svona keppnir, ég er ekki viss um að mér finnist það alltaf. Mér líkar ekki tilhugsunin um að það sé hægt að sigra og tapa í matreiðslu, eins og víða er markaður fyrir, til dæmis í fjölda sjónvarpsþátta. Allir eru dæmdir fyrir það sem þeir gera og þá er ósanngjarnt að einhver tapi þegar allir eru að gera sitt besta. Ég held að það geti dregið úr fólki, sérstaklega þegar það er ungt. En það er auðvitað gaman þegar vakin er athygli á því sem er vel gert í keppnum af þessu tagi. Og ég hlakka mikið til."
Food and Fun Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira