Innlent

"Held áfram að berjast fyrir þeim“

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Danskur faðir sem stendur í forræðisdeilu við íslenska móður segir að hann muni halda áfram að berjast fyrir dætrum sínum. Móðirin er nú stödd á Íslandi eftir að hafa flúið með dæturnar til landsins.

Kim Gram Laursen og barnsmóðir hans, Hjördís Svan Aðalheiðardóttir, hafa deilt um forræði yfir þremur dætrum sínum undanfarin ár og voru stúlkurnar meðal annars teknar af móðurinni með valdi sumarið 2012 og fluttar nauðugar til Danmerkur.

Dómstóll í Danmörku dæmdi föðurnum svo fullt forræði í september á síðasta ári og hefur móðirin verið með umgengnisrétt síðan þá. Hún var á grundvelli þess umgengnisréttar með stúlkurnar í sumar og átti að skila þeim til baka 4. ágúst. Það gerði hún ekki og tilkynnti Kim málið til lögreglunnar í Danmörku og segist hann hafa fengið staðfestingu á því að þær séu á Íslandi.

Kim segist vilja að Hjördís verði handtekin fyrir að ræna stúlkunum og vonast eftir að íslensk stjórnvöld verði samþynnuþýð þegar kemur að því að leysa úr málinu.

Hreinn Loftsson, lögmaður Hjördísar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann ætlar ekki að tjá sig um málið að svo stöddu.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×