Erlent

Slóð klámsíðu fór óvart í fréttirnar

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Líklegt þykir að starfsmaður stöðvarinnar kunni ekki að eyða úr minni símans.
Líklegt þykir að starfsmaður stöðvarinnar kunni ekki að eyða úr minni símans.
Heldur óheppilegt atvik átti sér stað í útsendingu fréttastöðvar í Chicago í umfjöllun um nýtt app fyrir farsíma. Í stuttu myndbroti mátti sjá starfsmann stöðvarinnar leita að appinu í farsíma sínum en þegar hann sló inn fyrstu stafina í nafni appsins kom upp slóð inn á klámsíðu sem vistast hafði í minni símans.

Glöggur notandi vefsíðunnar Reddit kom auga á slóðina og hóf umræðu um atvikið á síðunni. Í kjölfarið var sjónvarpsfréttinni eytt út af vefsíðu sjónvarpsstöðvarinnar. En internetið gleymir engu og hefur myndbandið því farið víða.

Í frétt Daily Mail segir að algengt sé að fréttastöðvar noti farsíma starfsmanna sinna í fréttum, en þessi tiltekni starfsmaður kunni líklega ekki að eyða vefslóðum úr minninu í síma sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×