Erlent

Viðræðum um nýja ríkisstjórn lýkur á morgun

Samúel Karl Ólason skrifar
Matteo Renzi heilsar pörum sem hafa verið gift í 50 ár eða lengur við hátíðlega athöfn í Flórens.
Matteo Renzi heilsar pörum sem hafa verið gift í 50 ár eða lengur við hátíðlega athöfn í Flórens. Vísir/AP
Forseti Ítalíu, Giorgio Naplitano, samþykkti afsögn Enrico Letta, forsætisráðherra, fyrr í dag. Afsögnin kom eftir að flokkur Letta kallaði eftir breytingum í ríkisstjórn.

AP fréttaveitan segir frá þessu.

 

Forsetinn sagðist ætla að ræða við stjórnmálaleiðtoga landsins í dag og á morgun um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ný ríkisstjórn þarf að hafa getu til að gera nauðsynlegar breytingar á efnahag og stjórnmálum landsins.

Gert er ráð fyrir að forsetinn muni bjóða hinum 39 ára gamla Matteo Renzi forsætisráðherra stólinn. Hann er borgarstjóri Flórens og flokksbróðir fráfarandi forsætisráðherra og varð valdur af afsögn Letta, eftir að hann sakaði hann um að hafa mistekist að bjarga Ítalíu úr efnahagsvandamálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×