Erlent

Keypti miða í annað hvert bíósæti til að aðskilja kærustupör

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Um var að ræða frumsýningu rómantísku gamanmyndarinnar Beijing Love Story og keypti maðurinn miða í öll sæti númeruð með oddatölu.
Um var að ræða frumsýningu rómantísku gamanmyndarinnar Beijing Love Story og keypti maðurinn miða í öll sæti númeruð með oddatölu. vísir/getty
Einhleypur karlmaður í Kína tók til sinna ráða í tilefni Valentínusardagsins og keypti miða í annað hvert sæti á kvikmyndasýningu í Sjanghæ til þess að kærustupör gætu ekki setið saman.

Um var að ræða frumsýningu rómantísku gamanmyndarinnar Beijing Love Story og keypti maðurinn miða í öll sæti númeruð með oddatölu.

Þegar hann hafði keypt leyfilegan hámarksfjölda af miðum hvatti hann einhleypa netverja til þess að hjálpa sér að stía pörunum í sundur með því að halda áfram miðakaupunum.

Í samtali við The Shanghai Morning Post sagði maðurinn að um sprell hefði verið að ræða og vonaðist hann til að fólk myndi skilja gjörninginn.

„Langar ykkur að fara í bíó á Valentínusardaginn?,“ skrifaði maðurinn í yfirlýsingu á internetinu. „Því miður, en þið getið ekki setið saman. Aðskilnaður eykur hrifningu hjartans. Gefið okkur einhleypa fólkinu tækifæri.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×