Erlent

Ferðamönnum í Egyptalandi hótað

Ferðamenn að yfirgefa Egyptaland í gær.
Ferðamenn að yfirgefa Egyptaland í gær. Vísir/AFP
Forsætisráðherra Egyptalands segir að íslamistar á Sínæ skaga séu nú orðin raunveruleg ógn við erlenda ferðamenn á svæðinu. Í yfirlýsingu sem öfgasamtökin Ansar Beit al-Makdís hafa sent frá sér er öllum ferðamönnum skipað að yfirgefa landið hið snarasta ella hafa verra af.

Er hótunin tekin alvarlega af yfirvöldum að því er fram kemur hjá fréttaveitunni Reuters. Hótunin var birt á Twitter í gærkvöldi og þar er öllum erlendum ferðamönnum gefinn frestur fram á fimmtudag til þess að yfirgefa landið, að öðrum kosti geti þeir búist við árásum.

Sömu samtök lýstu ábyrgð á hendur sér fyrir árás á dögunum þar sem þrír suður-kóreskir ferðamenn voru myrtir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×