Engar konur á þorrablót Fóstbræðra Jakob Bjarnar skrifar 4. febrúar 2014 11:00 Framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar ekki boðið þar sem hún er kona. Arna Kristín Einarsdóttir er framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en hún tók við þeirri stöðu fyrir tæpu ári. Þessi staðreynd hefur sett Fóstbræður í nokkurn bobba hvað varðar sitt makalausa þorrablót. Þar er hefð fyrir því að engin kona mæti til leiks en jafnframt er hefð fyrir því að framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar sé boðið sérstaklega til veislu.Arinbjörn Vilhjálmsson arkítekt er varaformaður Fóstbræðra, en stjórnin þurfti sérstaklega að taka á málinu. „Já, þarna voru tvær hefðir sem stönguðust á. Því það er líka hefð fyrir því að ýmsum sé boðið sem við viljum vera í góðu sambandi við, meðal annarra framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar. Menn voru ekki alveg sammála um þetta og ákveðið var að vísa þessu máli til aðalfundar, þar sem verða almennar umræður um þetta atriði.“ Skiptar skoðanir voru um málið innan stjórnar en niðurstaðan var sú að bjóða Örnu Kristínu ekki til blóts. „Í þetta skiptið var niðurstaðan þessi. Menn eru fastheldnir á hefðir og Þorrablótið er herrakvöld eðli máls samkvæmt. Reyndar var þessi hefð brotin 1998 en þá var Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þá borgarstjóra, boðið á blótið. Tvær hefðir voru brotnar þá því hún tók maka sinn með en þetta er makalaust blót. En, þetta var fyrir mína tíð,“ segir Arinbjörn. Þó helst sé á varaformanninum sjálfum að skilja að hann tilheyri frjálslyndari armi Fóstbræðra segir hann að karlakórar hljóti að vera síðasta vígið. Það liggur í hlutarins eðli því karlakór er jú, karla-kór. „Þetta snýst í sjálfu sér ekki um karlrembu.“ Blótið var haldið í Fóstbræðraheimlinu um síðustu helgi, 170 mættu og var rífandi stemmning. „Seðlabankastjóri hélt uppi fjörinu. Einar Kárason var ræðumaður. Menntamálaráðherra var viðstaddur líka. Jájá, það var mikið sungið. Veislustjóri var Stefán Már Halldórsson sem eitt sinn var starfsmannastjóri Landsvirkjunar, mikill hagyrðingur og flytur meira og minna allt í bundnu máli.“ Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Arna Kristín Einarsdóttir er framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en hún tók við þeirri stöðu fyrir tæpu ári. Þessi staðreynd hefur sett Fóstbræður í nokkurn bobba hvað varðar sitt makalausa þorrablót. Þar er hefð fyrir því að engin kona mæti til leiks en jafnframt er hefð fyrir því að framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar sé boðið sérstaklega til veislu.Arinbjörn Vilhjálmsson arkítekt er varaformaður Fóstbræðra, en stjórnin þurfti sérstaklega að taka á málinu. „Já, þarna voru tvær hefðir sem stönguðust á. Því það er líka hefð fyrir því að ýmsum sé boðið sem við viljum vera í góðu sambandi við, meðal annarra framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar. Menn voru ekki alveg sammála um þetta og ákveðið var að vísa þessu máli til aðalfundar, þar sem verða almennar umræður um þetta atriði.“ Skiptar skoðanir voru um málið innan stjórnar en niðurstaðan var sú að bjóða Örnu Kristínu ekki til blóts. „Í þetta skiptið var niðurstaðan þessi. Menn eru fastheldnir á hefðir og Þorrablótið er herrakvöld eðli máls samkvæmt. Reyndar var þessi hefð brotin 1998 en þá var Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þá borgarstjóra, boðið á blótið. Tvær hefðir voru brotnar þá því hún tók maka sinn með en þetta er makalaust blót. En, þetta var fyrir mína tíð,“ segir Arinbjörn. Þó helst sé á varaformanninum sjálfum að skilja að hann tilheyri frjálslyndari armi Fóstbræðra segir hann að karlakórar hljóti að vera síðasta vígið. Það liggur í hlutarins eðli því karlakór er jú, karla-kór. „Þetta snýst í sjálfu sér ekki um karlrembu.“ Blótið var haldið í Fóstbræðraheimlinu um síðustu helgi, 170 mættu og var rífandi stemmning. „Seðlabankastjóri hélt uppi fjörinu. Einar Kárason var ræðumaður. Menntamálaráðherra var viðstaddur líka. Jájá, það var mikið sungið. Veislustjóri var Stefán Már Halldórsson sem eitt sinn var starfsmannastjóri Landsvirkjunar, mikill hagyrðingur og flytur meira og minna allt í bundnu máli.“
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira