Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Hrund Þórsdóttir skrifar 30. janúar 2014 20:00 Í gær hittum við fjölskyldu hins 18 ára gamla Skarphéðins Andra Kristjánssonar sem lést í fyrradag í kjölfar bílslyss. Hann var staðráðinn í að gefa líffæri sín og sex manns lifa vegna gjafar hans. Þetta er því miður undantekning og á Íslandi er skortur á líffærum. Níu Íslendingar þiggja að meðaltali líffæri úr látnum einstaklingum á hverju ári en látnir líffæragjafar hér á landi eru aðeins þrír á ári, sem jafngildir 11 á hverja milljón íbúa. Í meðfylgjandi myndskeiði sést hversu mikið betur aðrar Evrópuþjóðir standa sig. Gengið er út frá ætlaðri neitun hér á landi, það er, gert er ráð fyrir að fólk vilji ekki gefa líffæri sín og þurfa ættingjar að taka ákvörðun við andlát. Þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram frumvarp um ætlað samþykki, sem felur í sér að fólk þarf að taka fram, vilji það ekki gefa líffæri sín. Búist er við að frumvarpið verði afgreitt úr velferðarnefnd um miðjan febrúar og gæti það svo farið í aðra umræðu fljótlega. Silja Dögg Gunnarsdóttir er fyrsti flutningsmaður þess. „Það er skortur á líffærum og við getum ekki ætlast til þess að fá meira af líffærum en við gefum,“ segir hún. Silja tekur skýrt fram að þótt frumvarpið fari í gegn liggi endanlegt samþykki áfram hjá aðstandendum. Fæstir gangi þó gegn vilja hinna látnu. Hún telur flesta vilja gefa líffæri sín. „Það er í okkur, innra með okkur sem manneskjum, að vilja hjálpa öðru fólki en mjög margir láta þessa skoðun sína ekki í ljós eða skrá þetta ekki sérstaklega,“ segir Silja. Þeim sem vilja gerast líffæragjafar er bent á bækling sem á að vera til taks, til dæmis á heilbrigðisstofnunum og í apótekum. Eins og sjá má í myndskeiðinu fyllir maður einfaldlega út lítið kort, lætur aðstandendur vita um afstöðu sína og geymir svo kortið hjá öðrum persónuskilríkjum. Runólfur Pálsson er í forsvari fyrir líffæraígræðsluteymi Landspítalans. Eins og staðan er í dag, getum við vænst þess að fá öll þau líffæri sem við þurfum, þrátt fyrir að gefa svona fá frá okkur? „Í rauninni ekki,“ segir Runólfur. Þörfin fyrir líffæri hefur aukist vegna tækniframfara og þar sem einstaklingar, sem áður hefði verið synjað um ígræðslur því þeir þættu ekki heppilegir, fá þær í auknum mæli. „Svo er hitt líka að ígrædd líffæri endast í takmarkaðan tíma svo nú eru í auknum mæli að koma einstaklingar á biðlista eftir líffærum sem hafa áður fengið ígræðslur.“ Bið eftir nýra getur verið að allt að þremur árum en góðu fréttirnar eru að Íslendingar standa sig afar vel sem lifandi gjafar. „Íslendingar hafa verið mjög fúsir til að gefa úr sér nýra og það hefur gert að verkum að þessi skortur sem er á líffærum og sérstaklega nýrum, frá látnum, hefur ekki verið eins mikið vandamál og annars hefði verið.“ Runólfur hvetur alla til að gerast líffæragjafar. „Þetta er stórkostlegasta gjöf sem hægt er að gefa og það skiptir miklu máli að fólk ræði þetta við sína nánustu þannig að þeim sé kunnugt um þeirra afstöðu ef um ótímabært andlát er að ræða.“ Tengdar fréttir Líffæraskortur á Íslandi Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og þingmenn úr öllum flokkum standa að, er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 16:12 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Í gær hittum við fjölskyldu hins 18 ára gamla Skarphéðins Andra Kristjánssonar sem lést í fyrradag í kjölfar bílslyss. Hann var staðráðinn í að gefa líffæri sín og sex manns lifa vegna gjafar hans. Þetta er því miður undantekning og á Íslandi er skortur á líffærum. Níu Íslendingar þiggja að meðaltali líffæri úr látnum einstaklingum á hverju ári en látnir líffæragjafar hér á landi eru aðeins þrír á ári, sem jafngildir 11 á hverja milljón íbúa. Í meðfylgjandi myndskeiði sést hversu mikið betur aðrar Evrópuþjóðir standa sig. Gengið er út frá ætlaðri neitun hér á landi, það er, gert er ráð fyrir að fólk vilji ekki gefa líffæri sín og þurfa ættingjar að taka ákvörðun við andlát. Þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram frumvarp um ætlað samþykki, sem felur í sér að fólk þarf að taka fram, vilji það ekki gefa líffæri sín. Búist er við að frumvarpið verði afgreitt úr velferðarnefnd um miðjan febrúar og gæti það svo farið í aðra umræðu fljótlega. Silja Dögg Gunnarsdóttir er fyrsti flutningsmaður þess. „Það er skortur á líffærum og við getum ekki ætlast til þess að fá meira af líffærum en við gefum,“ segir hún. Silja tekur skýrt fram að þótt frumvarpið fari í gegn liggi endanlegt samþykki áfram hjá aðstandendum. Fæstir gangi þó gegn vilja hinna látnu. Hún telur flesta vilja gefa líffæri sín. „Það er í okkur, innra með okkur sem manneskjum, að vilja hjálpa öðru fólki en mjög margir láta þessa skoðun sína ekki í ljós eða skrá þetta ekki sérstaklega,“ segir Silja. Þeim sem vilja gerast líffæragjafar er bent á bækling sem á að vera til taks, til dæmis á heilbrigðisstofnunum og í apótekum. Eins og sjá má í myndskeiðinu fyllir maður einfaldlega út lítið kort, lætur aðstandendur vita um afstöðu sína og geymir svo kortið hjá öðrum persónuskilríkjum. Runólfur Pálsson er í forsvari fyrir líffæraígræðsluteymi Landspítalans. Eins og staðan er í dag, getum við vænst þess að fá öll þau líffæri sem við þurfum, þrátt fyrir að gefa svona fá frá okkur? „Í rauninni ekki,“ segir Runólfur. Þörfin fyrir líffæri hefur aukist vegna tækniframfara og þar sem einstaklingar, sem áður hefði verið synjað um ígræðslur því þeir þættu ekki heppilegir, fá þær í auknum mæli. „Svo er hitt líka að ígrædd líffæri endast í takmarkaðan tíma svo nú eru í auknum mæli að koma einstaklingar á biðlista eftir líffærum sem hafa áður fengið ígræðslur.“ Bið eftir nýra getur verið að allt að þremur árum en góðu fréttirnar eru að Íslendingar standa sig afar vel sem lifandi gjafar. „Íslendingar hafa verið mjög fúsir til að gefa úr sér nýra og það hefur gert að verkum að þessi skortur sem er á líffærum og sérstaklega nýrum, frá látnum, hefur ekki verið eins mikið vandamál og annars hefði verið.“ Runólfur hvetur alla til að gerast líffæragjafar. „Þetta er stórkostlegasta gjöf sem hægt er að gefa og það skiptir miklu máli að fólk ræði þetta við sína nánustu þannig að þeim sé kunnugt um þeirra afstöðu ef um ótímabært andlát er að ræða.“
Tengdar fréttir Líffæraskortur á Íslandi Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og þingmenn úr öllum flokkum standa að, er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 16:12 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Líffæraskortur á Íslandi Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og þingmenn úr öllum flokkum standa að, er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 16:12