Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Hrund Þórsdóttir skrifar 30. janúar 2014 20:00 Í gær hittum við fjölskyldu hins 18 ára gamla Skarphéðins Andra Kristjánssonar sem lést í fyrradag í kjölfar bílslyss. Hann var staðráðinn í að gefa líffæri sín og sex manns lifa vegna gjafar hans. Þetta er því miður undantekning og á Íslandi er skortur á líffærum. Níu Íslendingar þiggja að meðaltali líffæri úr látnum einstaklingum á hverju ári en látnir líffæragjafar hér á landi eru aðeins þrír á ári, sem jafngildir 11 á hverja milljón íbúa. Í meðfylgjandi myndskeiði sést hversu mikið betur aðrar Evrópuþjóðir standa sig. Gengið er út frá ætlaðri neitun hér á landi, það er, gert er ráð fyrir að fólk vilji ekki gefa líffæri sín og þurfa ættingjar að taka ákvörðun við andlát. Þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram frumvarp um ætlað samþykki, sem felur í sér að fólk þarf að taka fram, vilji það ekki gefa líffæri sín. Búist er við að frumvarpið verði afgreitt úr velferðarnefnd um miðjan febrúar og gæti það svo farið í aðra umræðu fljótlega. Silja Dögg Gunnarsdóttir er fyrsti flutningsmaður þess. „Það er skortur á líffærum og við getum ekki ætlast til þess að fá meira af líffærum en við gefum,“ segir hún. Silja tekur skýrt fram að þótt frumvarpið fari í gegn liggi endanlegt samþykki áfram hjá aðstandendum. Fæstir gangi þó gegn vilja hinna látnu. Hún telur flesta vilja gefa líffæri sín. „Það er í okkur, innra með okkur sem manneskjum, að vilja hjálpa öðru fólki en mjög margir láta þessa skoðun sína ekki í ljós eða skrá þetta ekki sérstaklega,“ segir Silja. Þeim sem vilja gerast líffæragjafar er bent á bækling sem á að vera til taks, til dæmis á heilbrigðisstofnunum og í apótekum. Eins og sjá má í myndskeiðinu fyllir maður einfaldlega út lítið kort, lætur aðstandendur vita um afstöðu sína og geymir svo kortið hjá öðrum persónuskilríkjum. Runólfur Pálsson er í forsvari fyrir líffæraígræðsluteymi Landspítalans. Eins og staðan er í dag, getum við vænst þess að fá öll þau líffæri sem við þurfum, þrátt fyrir að gefa svona fá frá okkur? „Í rauninni ekki,“ segir Runólfur. Þörfin fyrir líffæri hefur aukist vegna tækniframfara og þar sem einstaklingar, sem áður hefði verið synjað um ígræðslur því þeir þættu ekki heppilegir, fá þær í auknum mæli. „Svo er hitt líka að ígrædd líffæri endast í takmarkaðan tíma svo nú eru í auknum mæli að koma einstaklingar á biðlista eftir líffærum sem hafa áður fengið ígræðslur.“ Bið eftir nýra getur verið að allt að þremur árum en góðu fréttirnar eru að Íslendingar standa sig afar vel sem lifandi gjafar. „Íslendingar hafa verið mjög fúsir til að gefa úr sér nýra og það hefur gert að verkum að þessi skortur sem er á líffærum og sérstaklega nýrum, frá látnum, hefur ekki verið eins mikið vandamál og annars hefði verið.“ Runólfur hvetur alla til að gerast líffæragjafar. „Þetta er stórkostlegasta gjöf sem hægt er að gefa og það skiptir miklu máli að fólk ræði þetta við sína nánustu þannig að þeim sé kunnugt um þeirra afstöðu ef um ótímabært andlát er að ræða.“ Tengdar fréttir Líffæraskortur á Íslandi Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og þingmenn úr öllum flokkum standa að, er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 16:12 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Í gær hittum við fjölskyldu hins 18 ára gamla Skarphéðins Andra Kristjánssonar sem lést í fyrradag í kjölfar bílslyss. Hann var staðráðinn í að gefa líffæri sín og sex manns lifa vegna gjafar hans. Þetta er því miður undantekning og á Íslandi er skortur á líffærum. Níu Íslendingar þiggja að meðaltali líffæri úr látnum einstaklingum á hverju ári en látnir líffæragjafar hér á landi eru aðeins þrír á ári, sem jafngildir 11 á hverja milljón íbúa. Í meðfylgjandi myndskeiði sést hversu mikið betur aðrar Evrópuþjóðir standa sig. Gengið er út frá ætlaðri neitun hér á landi, það er, gert er ráð fyrir að fólk vilji ekki gefa líffæri sín og þurfa ættingjar að taka ákvörðun við andlát. Þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram frumvarp um ætlað samþykki, sem felur í sér að fólk þarf að taka fram, vilji það ekki gefa líffæri sín. Búist er við að frumvarpið verði afgreitt úr velferðarnefnd um miðjan febrúar og gæti það svo farið í aðra umræðu fljótlega. Silja Dögg Gunnarsdóttir er fyrsti flutningsmaður þess. „Það er skortur á líffærum og við getum ekki ætlast til þess að fá meira af líffærum en við gefum,“ segir hún. Silja tekur skýrt fram að þótt frumvarpið fari í gegn liggi endanlegt samþykki áfram hjá aðstandendum. Fæstir gangi þó gegn vilja hinna látnu. Hún telur flesta vilja gefa líffæri sín. „Það er í okkur, innra með okkur sem manneskjum, að vilja hjálpa öðru fólki en mjög margir láta þessa skoðun sína ekki í ljós eða skrá þetta ekki sérstaklega,“ segir Silja. Þeim sem vilja gerast líffæragjafar er bent á bækling sem á að vera til taks, til dæmis á heilbrigðisstofnunum og í apótekum. Eins og sjá má í myndskeiðinu fyllir maður einfaldlega út lítið kort, lætur aðstandendur vita um afstöðu sína og geymir svo kortið hjá öðrum persónuskilríkjum. Runólfur Pálsson er í forsvari fyrir líffæraígræðsluteymi Landspítalans. Eins og staðan er í dag, getum við vænst þess að fá öll þau líffæri sem við þurfum, þrátt fyrir að gefa svona fá frá okkur? „Í rauninni ekki,“ segir Runólfur. Þörfin fyrir líffæri hefur aukist vegna tækniframfara og þar sem einstaklingar, sem áður hefði verið synjað um ígræðslur því þeir þættu ekki heppilegir, fá þær í auknum mæli. „Svo er hitt líka að ígrædd líffæri endast í takmarkaðan tíma svo nú eru í auknum mæli að koma einstaklingar á biðlista eftir líffærum sem hafa áður fengið ígræðslur.“ Bið eftir nýra getur verið að allt að þremur árum en góðu fréttirnar eru að Íslendingar standa sig afar vel sem lifandi gjafar. „Íslendingar hafa verið mjög fúsir til að gefa úr sér nýra og það hefur gert að verkum að þessi skortur sem er á líffærum og sérstaklega nýrum, frá látnum, hefur ekki verið eins mikið vandamál og annars hefði verið.“ Runólfur hvetur alla til að gerast líffæragjafar. „Þetta er stórkostlegasta gjöf sem hægt er að gefa og það skiptir miklu máli að fólk ræði þetta við sína nánustu þannig að þeim sé kunnugt um þeirra afstöðu ef um ótímabært andlát er að ræða.“
Tengdar fréttir Líffæraskortur á Íslandi Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og þingmenn úr öllum flokkum standa að, er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 16:12 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Líffæraskortur á Íslandi Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og þingmenn úr öllum flokkum standa að, er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 16:12