Innlent

Banaslys í Norðurárdal

Elimar Hauksson skrifar
Tveir bílar skullu saman í Norðurárdal við Fornahvamm um hádegisbil í dag. 16 ára stúlka lést í bílslysinu og var annar maður, 18 ára, fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Reykjavík en ekki nánar vitað um líðan hans. Maðurinn var ökumaður bifreiðarinnar en stúlkan farþegi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi komu bílarnir úr gagnstæðum áttum og annar þeirra, fólksbíll, rann til og hafnaði framan á litlum flutningabíl sem kom úr norðurátt. 

Ökumann og farþega flutningabílsins sakaði ekki.

Miklar annir hafa verið hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sem hefur sinnt fjórum útköllum síðastliðinn sólahring. Nokkrum mínútum áður en þyrlan var kölluð út vegna bílslyssins hafði hún sótt veikan skipverja út á sjó suður með Reykjanesi og flutt hann á Landspítalann í Fossvogi





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×