Íbúðin í Hraunbæ enn innsigluð Hjörtur Hjartarson skrifar 31. janúar 2014 19:15 Rétt tæpum tveimur mánuðum eftir skotárásina í íbúð í Hraunbæ, hafa enn engar endurbætur hafist á íbúðinni. Enn er bráðabirgðar þil fyrir gluggum og blóðslettur í stigaganginum. Óhugnalegt að ganga framhjá þessu á hverjum degi, segja íbúar sem eru orðnir langeygir eftir að framkvæmdir hefjist. Að morgni annars desember í fyrra féll maður í skotbardaga við sérsveit lögreglunnar. Ummerki margra klukkutíma umsáturs sáust bæði utan á fjölbýlishúsinu sem og inni í stigaganginum við Hraunbæ 20. Þar til nýlega, var 20 feta gámur fyrir utan fjölbýlishúsið þar sem safnað var saman innanstokksmunum úr íbúð hins látna sem og öðru sem tengdist rannsókn málsins. Enn eru þil fyrir gluggum og hefur þannig verið í að verða tvo mánuði. Í stigagangi hússins má greinilega sjá móta fyrir blóðblettum þó teppið hafi verið hreinsað. Ef vel á að vera þarf að rífa teppið af gólfinu, allt frá anddyri upp á aðra hæð þar sem íbúð hins látna er. Fréttastofa náði tali af þremur íbúum í Hraunbæ 20. Enginn þeirra vildi þó koma í viðtal. Allir sýndu þeir því skilning að vanda þyrfti til verka við rannsókn málsins en engu að síður eru þeir orðnir langeygir eftir því umbætur hefjist. Ljóst er að atburðirnir þessa nótt verða ekki auðveldlega þurrkaðir út úr minni þeirra sem á staðnum voru. Að sama skapi má ætla að fyrsta skrefið í að hlutirnir falli í eðlilegt horf sé að hreinsa til ytra umhverfið svo að íbúarnir séu ekki stöðugt minntir á hvað gerðist þessa afdríkaríku nótt. Rannsókn málsins er í höndum ríkissaksóknara. Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari sagði í viðtali þann 22.janúar að ekki lægi fyrir hvenær henni lyki. Beðið væri eftir skýrslu frá tæknideild lögreglunnar sem sér meðal annars um að safna saman og greina gögn af vettvangi. Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Rétt tæpum tveimur mánuðum eftir skotárásina í íbúð í Hraunbæ, hafa enn engar endurbætur hafist á íbúðinni. Enn er bráðabirgðar þil fyrir gluggum og blóðslettur í stigaganginum. Óhugnalegt að ganga framhjá þessu á hverjum degi, segja íbúar sem eru orðnir langeygir eftir að framkvæmdir hefjist. Að morgni annars desember í fyrra féll maður í skotbardaga við sérsveit lögreglunnar. Ummerki margra klukkutíma umsáturs sáust bæði utan á fjölbýlishúsinu sem og inni í stigaganginum við Hraunbæ 20. Þar til nýlega, var 20 feta gámur fyrir utan fjölbýlishúsið þar sem safnað var saman innanstokksmunum úr íbúð hins látna sem og öðru sem tengdist rannsókn málsins. Enn eru þil fyrir gluggum og hefur þannig verið í að verða tvo mánuði. Í stigagangi hússins má greinilega sjá móta fyrir blóðblettum þó teppið hafi verið hreinsað. Ef vel á að vera þarf að rífa teppið af gólfinu, allt frá anddyri upp á aðra hæð þar sem íbúð hins látna er. Fréttastofa náði tali af þremur íbúum í Hraunbæ 20. Enginn þeirra vildi þó koma í viðtal. Allir sýndu þeir því skilning að vanda þyrfti til verka við rannsókn málsins en engu að síður eru þeir orðnir langeygir eftir því umbætur hefjist. Ljóst er að atburðirnir þessa nótt verða ekki auðveldlega þurrkaðir út úr minni þeirra sem á staðnum voru. Að sama skapi má ætla að fyrsta skrefið í að hlutirnir falli í eðlilegt horf sé að hreinsa til ytra umhverfið svo að íbúarnir séu ekki stöðugt minntir á hvað gerðist þessa afdríkaríku nótt. Rannsókn málsins er í höndum ríkissaksóknara. Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari sagði í viðtali þann 22.janúar að ekki lægi fyrir hvenær henni lyki. Beðið væri eftir skýrslu frá tæknideild lögreglunnar sem sér meðal annars um að safna saman og greina gögn af vettvangi.
Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira