Íbúðin í Hraunbæ enn innsigluð Hjörtur Hjartarson skrifar 31. janúar 2014 19:15 Rétt tæpum tveimur mánuðum eftir skotárásina í íbúð í Hraunbæ, hafa enn engar endurbætur hafist á íbúðinni. Enn er bráðabirgðar þil fyrir gluggum og blóðslettur í stigaganginum. Óhugnalegt að ganga framhjá þessu á hverjum degi, segja íbúar sem eru orðnir langeygir eftir að framkvæmdir hefjist. Að morgni annars desember í fyrra féll maður í skotbardaga við sérsveit lögreglunnar. Ummerki margra klukkutíma umsáturs sáust bæði utan á fjölbýlishúsinu sem og inni í stigaganginum við Hraunbæ 20. Þar til nýlega, var 20 feta gámur fyrir utan fjölbýlishúsið þar sem safnað var saman innanstokksmunum úr íbúð hins látna sem og öðru sem tengdist rannsókn málsins. Enn eru þil fyrir gluggum og hefur þannig verið í að verða tvo mánuði. Í stigagangi hússins má greinilega sjá móta fyrir blóðblettum þó teppið hafi verið hreinsað. Ef vel á að vera þarf að rífa teppið af gólfinu, allt frá anddyri upp á aðra hæð þar sem íbúð hins látna er. Fréttastofa náði tali af þremur íbúum í Hraunbæ 20. Enginn þeirra vildi þó koma í viðtal. Allir sýndu þeir því skilning að vanda þyrfti til verka við rannsókn málsins en engu að síður eru þeir orðnir langeygir eftir því umbætur hefjist. Ljóst er að atburðirnir þessa nótt verða ekki auðveldlega þurrkaðir út úr minni þeirra sem á staðnum voru. Að sama skapi má ætla að fyrsta skrefið í að hlutirnir falli í eðlilegt horf sé að hreinsa til ytra umhverfið svo að íbúarnir séu ekki stöðugt minntir á hvað gerðist þessa afdríkaríku nótt. Rannsókn málsins er í höndum ríkissaksóknara. Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari sagði í viðtali þann 22.janúar að ekki lægi fyrir hvenær henni lyki. Beðið væri eftir skýrslu frá tæknideild lögreglunnar sem sér meðal annars um að safna saman og greina gögn af vettvangi. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Rétt tæpum tveimur mánuðum eftir skotárásina í íbúð í Hraunbæ, hafa enn engar endurbætur hafist á íbúðinni. Enn er bráðabirgðar þil fyrir gluggum og blóðslettur í stigaganginum. Óhugnalegt að ganga framhjá þessu á hverjum degi, segja íbúar sem eru orðnir langeygir eftir að framkvæmdir hefjist. Að morgni annars desember í fyrra féll maður í skotbardaga við sérsveit lögreglunnar. Ummerki margra klukkutíma umsáturs sáust bæði utan á fjölbýlishúsinu sem og inni í stigaganginum við Hraunbæ 20. Þar til nýlega, var 20 feta gámur fyrir utan fjölbýlishúsið þar sem safnað var saman innanstokksmunum úr íbúð hins látna sem og öðru sem tengdist rannsókn málsins. Enn eru þil fyrir gluggum og hefur þannig verið í að verða tvo mánuði. Í stigagangi hússins má greinilega sjá móta fyrir blóðblettum þó teppið hafi verið hreinsað. Ef vel á að vera þarf að rífa teppið af gólfinu, allt frá anddyri upp á aðra hæð þar sem íbúð hins látna er. Fréttastofa náði tali af þremur íbúum í Hraunbæ 20. Enginn þeirra vildi þó koma í viðtal. Allir sýndu þeir því skilning að vanda þyrfti til verka við rannsókn málsins en engu að síður eru þeir orðnir langeygir eftir því umbætur hefjist. Ljóst er að atburðirnir þessa nótt verða ekki auðveldlega þurrkaðir út úr minni þeirra sem á staðnum voru. Að sama skapi má ætla að fyrsta skrefið í að hlutirnir falli í eðlilegt horf sé að hreinsa til ytra umhverfið svo að íbúarnir séu ekki stöðugt minntir á hvað gerðist þessa afdríkaríku nótt. Rannsókn málsins er í höndum ríkissaksóknara. Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari sagði í viðtali þann 22.janúar að ekki lægi fyrir hvenær henni lyki. Beðið væri eftir skýrslu frá tæknideild lögreglunnar sem sér meðal annars um að safna saman og greina gögn af vettvangi.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira