Erlent

Fá mögulega ekki að hafa leiki í borginni

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFPNordic
Ef framkvæmdir í borginni Curitiba í Brasilíu fyrir heimsmeistarakeppnina í fótbolta næstkomandi sumar ganga ekki hraðar, mun FIFA ekki leyfa borginni að halda utan um leiki á mótinu. Þetta sagði Jerome Valcke ,framkvæmdastjóri FIFA í dag.

Sagt er frá þessu á vef BBC.

Framkvæmdir við Baixada völlinn eru nú langt á eftir áætlun og komnar yfir fjárhagsáætlun. Þegar fimm mánuðir eru þangað til mótið hefst eru sex af tólf leikvöngum ókláraðir. Valcke sagði ákvörðun um hvort borgin muni taka á móti liðum verða kynnta þann 18. febrúar næstkomandi.

Völlurinn er í einkaeigu og tilheyrir Atletico Paranaense liðinu en gífurlega miklir fjármunir frá ríkinu fara í endurbætur vallarins. Kostnaður Brasilíu fyrir mótið er orðinn töluvert meiri en gert var ráð fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×