Erlent

Lítið barn skreið út á gluggakistu á áttundu hæð

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Enginn í íbúðinni virtist taka eftir því að barnið var eitt á vappi utan við gluggann.
Enginn í íbúðinni virtist taka eftir því að barnið var eitt á vappi utan við gluggann. MYND/SKJÁSKOT
Mildi þykir að lítið barn sem gekk um gluggakistu á áttundu hæð í blokk hafi ekki fallið fram af. Atvikið náðist á myndband en barnið var eitt og fór inn og út um glugga á íbúð.

Enginn í íbúðinni virtist taka eftir því að barnið var eitt á vappi utan við gluggann. Sá sem tók myndbandið var í næstu byggingu. Þrjár mínútur liðu frá því að að myndbandsupptakan hófst og þar til einhver kom og kippti barninu inn.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið en talið er að atvikið hafi átt sér stað í Indlandi. Frá því að myndbandið var sett á LiveLeaks í gær hafa yfir hundrað þúsund manns horft á það. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×