Erlent

Félagi Kodorkovskís einnig látinn laus

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Kodorkovskí og Lebedev.
Kodorkovskí og Lebedev. Vísir/AP
Platon Lebedev, viðskiptafélagi rússneska auðkýfingsins Mikhaíls Kodorkovskís, verður látinn laus úr fangelsi á föstudag samkvæmt úrskurði hæstaréttar.

Kodorkovskí var látinn laus í desember samkvæmt náðun frá Vladimír Pútín forseta, og strax sendur með flugvél til Berlínar, þar sem hann hitti fjölskyldu sína.

Enn eiga þeir eftir að greiða skattakröfu upp á 17 milljarða rúblna, sem er jafnvirði nærri 60 milljarða króna. Kodorkovskí hefur sagt að hann snúi ekki aftur til Rússlands fyrr en sú krafa hefur verið felld niður.

Báðir mennirnir hafa setið meira en tíu ár í fangelsi. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur gagnrýnt dómsmálin á hendur þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×