Vilja aðhaldsaðgerðir í áfengis- og fíkniefnamálum Jóhannes Stefánsson skrifar 25. janúar 2014 09:56 Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt stefnuyfirlýsingu í áfengis- og fíkniefnamálum VÍSIR/Anton „Stefna og aðgerðir skulu byggjast á bestu fáanlegu vísindagögnum um skilvirkni og hagkvæmni," segir meðal annars í nýrri stefnuyfirlýsingu stjórnvalda í áfengis- og vímuvörnum. Nýja stefnan gildir til ársins 2020 og hefur verið samþykkt af Kristjáni Þór Júlíussyni, heilbrigðisráðherra. Stefnunni er meðal annars ætlað að tryggja jöfnuð, en hún er gefin út af velferðarráðuneytinu. Í stefnuyfirlýsingunni, sem er sú fyrsta sinnar tegundar síðan verkefnaáætlunin Ísland án eiturlyfja 2002 var samþykkt árið 1997, kemur meðal annars fram að ætlunin sé að takmarka aðgengi að áfengi og öðrum vímugjöfum með aðhaldsaðgerðum. „Það er meðal annars gert með aðhaldsaðgerðum varðandi sölufyrirkomulag áfengis, virkt eftirlit með notkun lyfseðilsskyldra lyfja, öflugri löggæslu og virku tolleftirliti," segir í stefnuyfirlýsingunni. Stefnan verður framkvæmd í samræmi við núgildandi löggjöf um ávana- og fíkniefni. Aðgerðir stjórnvalda í málaflokknum munu byggja á stefnunni og aðgerðaáætlun sem verður gefin út í fyrsta skipti árið 2014. Hún mun gilda í tvö ár í senn.Aðgerðir byggi á bestu þekkingu Í stefnuyfirlýsingunni kemur fram að áfengisneysla Íslendinga sé undir meðaltali Evrópuþjóða, „og má ætla að sú aðhaldsstefna sem ríkt hefur hér á landi eigi sinn þátt í því." Þá segir einnig að „rannsóknir hafa sýnt að aðgerðir sem draga úr aðhaldi eru til þess fallnar að auka neyslu hvaða vímugjafa sem um ræðir." Í lokaorðum yfirlýsingarinnar segir að „mikilvægt er við alla ákvarðanatöku stjórnvalda er varðar áfengi, ólögleg vímuefni og misnotkun ávana- og fíknilyfja og vefaukandi stera að lýðheilsusjónarmið séu höfð að leiðarljósi ásamt bestu þekkingu á virkum og árangursríkum aðgerðum."Hörð andstaða við núverandi löggjafarstefnuÁ síðustu dögum hefur Vísir sagt frá ýmsum sem hafa eitthvað út á núverandi fíkniefnalöggjöf að setja. Einn þeirra er Pétur Þorsteinsson. Hann sagði í viðtali við Vísi að réttast væri að ráðast í „algjör sinnaskipti í fíknivörnum." Þá hefur þingflokkur Pírata haldið fram andstöðu sinni við refsistefnu í fíkniefnalöggjöf. Tengdar fréttir Ný stefnuyfirlýsing til marks um firringu Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir nýútgefna stefnuyfirlýsingu í fíkniefnamálum innihaldslausa og til marks um firringu. 25. janúar 2014 13:51 Afglæpavæðing fíkniefnaneyslu Pétur Þorsteinsson er með þeim allra fyrstu sem kom fram á Íslandi og benti á að stríðið við dópið væri á villigötum – hann telur algera nauðsyn að menn opni fyrir þessu augu. 21. janúar 2014 11:44 Mansalsfórnarlömb dæmd Aðalheiður Ámundadóttir greinir viðhorfsbreytingu og vill að horfið verði frá refsistefnu í fíkniefnamálum; stefnu sem hún segir ómannúðlega og stórskaðlega. 23. janúar 2014 12:32 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
„Stefna og aðgerðir skulu byggjast á bestu fáanlegu vísindagögnum um skilvirkni og hagkvæmni," segir meðal annars í nýrri stefnuyfirlýsingu stjórnvalda í áfengis- og vímuvörnum. Nýja stefnan gildir til ársins 2020 og hefur verið samþykkt af Kristjáni Þór Júlíussyni, heilbrigðisráðherra. Stefnunni er meðal annars ætlað að tryggja jöfnuð, en hún er gefin út af velferðarráðuneytinu. Í stefnuyfirlýsingunni, sem er sú fyrsta sinnar tegundar síðan verkefnaáætlunin Ísland án eiturlyfja 2002 var samþykkt árið 1997, kemur meðal annars fram að ætlunin sé að takmarka aðgengi að áfengi og öðrum vímugjöfum með aðhaldsaðgerðum. „Það er meðal annars gert með aðhaldsaðgerðum varðandi sölufyrirkomulag áfengis, virkt eftirlit með notkun lyfseðilsskyldra lyfja, öflugri löggæslu og virku tolleftirliti," segir í stefnuyfirlýsingunni. Stefnan verður framkvæmd í samræmi við núgildandi löggjöf um ávana- og fíkniefni. Aðgerðir stjórnvalda í málaflokknum munu byggja á stefnunni og aðgerðaáætlun sem verður gefin út í fyrsta skipti árið 2014. Hún mun gilda í tvö ár í senn.Aðgerðir byggi á bestu þekkingu Í stefnuyfirlýsingunni kemur fram að áfengisneysla Íslendinga sé undir meðaltali Evrópuþjóða, „og má ætla að sú aðhaldsstefna sem ríkt hefur hér á landi eigi sinn þátt í því." Þá segir einnig að „rannsóknir hafa sýnt að aðgerðir sem draga úr aðhaldi eru til þess fallnar að auka neyslu hvaða vímugjafa sem um ræðir." Í lokaorðum yfirlýsingarinnar segir að „mikilvægt er við alla ákvarðanatöku stjórnvalda er varðar áfengi, ólögleg vímuefni og misnotkun ávana- og fíknilyfja og vefaukandi stera að lýðheilsusjónarmið séu höfð að leiðarljósi ásamt bestu þekkingu á virkum og árangursríkum aðgerðum."Hörð andstaða við núverandi löggjafarstefnuÁ síðustu dögum hefur Vísir sagt frá ýmsum sem hafa eitthvað út á núverandi fíkniefnalöggjöf að setja. Einn þeirra er Pétur Þorsteinsson. Hann sagði í viðtali við Vísi að réttast væri að ráðast í „algjör sinnaskipti í fíknivörnum." Þá hefur þingflokkur Pírata haldið fram andstöðu sinni við refsistefnu í fíkniefnalöggjöf.
Tengdar fréttir Ný stefnuyfirlýsing til marks um firringu Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir nýútgefna stefnuyfirlýsingu í fíkniefnamálum innihaldslausa og til marks um firringu. 25. janúar 2014 13:51 Afglæpavæðing fíkniefnaneyslu Pétur Þorsteinsson er með þeim allra fyrstu sem kom fram á Íslandi og benti á að stríðið við dópið væri á villigötum – hann telur algera nauðsyn að menn opni fyrir þessu augu. 21. janúar 2014 11:44 Mansalsfórnarlömb dæmd Aðalheiður Ámundadóttir greinir viðhorfsbreytingu og vill að horfið verði frá refsistefnu í fíkniefnamálum; stefnu sem hún segir ómannúðlega og stórskaðlega. 23. janúar 2014 12:32 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Ný stefnuyfirlýsing til marks um firringu Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir nýútgefna stefnuyfirlýsingu í fíkniefnamálum innihaldslausa og til marks um firringu. 25. janúar 2014 13:51
Afglæpavæðing fíkniefnaneyslu Pétur Þorsteinsson er með þeim allra fyrstu sem kom fram á Íslandi og benti á að stríðið við dópið væri á villigötum – hann telur algera nauðsyn að menn opni fyrir þessu augu. 21. janúar 2014 11:44
Mansalsfórnarlömb dæmd Aðalheiður Ámundadóttir greinir viðhorfsbreytingu og vill að horfið verði frá refsistefnu í fíkniefnamálum; stefnu sem hún segir ómannúðlega og stórskaðlega. 23. janúar 2014 12:32