Ný stefnuyfirlýsing til marks um firringu Jóhannes Stefánsson skrifar 25. janúar 2014 13:51 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gefur lítið fyrir nýútgefna stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í vímuefnamálum. Vísir/Pjetur Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir nýútgefna stefnuyfirlýsingu í fíkniefnamálum innihaldslausa og til marks um firringu. „Hún er svo gott sem innihaldslaus og er bara áframhald á því sem er fyrir," segir Helgi um yfirlýsinguna. „Þessi stefnuyfirlýsing er greinilega bara gefin út til að gefa eitthvað út," segir Helgi. Hann segir yfirlýsinguna til marks um það að ekkert muni vera gert í þá átt að draga úr aðkomu löggæslunnar að fíkniefnavandamálum, en hann telur refsinæmi fíkniefnaneyslu vera skaðlega. „Það er ekki heilbrigðiskerfið sem er aðal vandamálið heldur löggæslukerfið. Það er þar sem potturinn er brotinn og við lítum á fíkla sem glæpamenn en ekki sjúklinga," segir Helgi. „Þegar þú ert fíkniefnasjúklingur er ríkið óvinur þinn. Fólk er hrætt við ríkið, ekki að ástæðulausu. Hugsaðu þér að við kæmum svona fram við krabbameinssjúklinga, að það væri ólöglegt að fá krabbamein og þér væri refsað ef þú værir með krabbamein. Vegna þess hvernig tekið er á þessum málum forðast fólk að leita til heilbrigðiskerfisins þangað til það er komið alveg á botninn. Vegna þessa kemur heilbrigðiskerfið að miklu minna gagni en það myndi annars gera," segir Helgi.Árangurinn má rekja til fræðslunnar Í stefnuyfirlýsingunni kemur fram að góður árangur hafi náðst við að draga úr vímuefnaneyslu unglinga. Helgi tekur undir að vel hafi verið gert í málaflokknum hvað það varðar, en það sé þó ekki löggjöfinni sjálfri að þakka. „Árangurinn sem hefur komið fram er afleiðing fræðslunnar. Það er hins vegar ekki hægt að segja það að árangur síðustu ára sé vegna aukins aðhalds, því það hefur frekar verið að minnka ef eitthvað er. Það sem hefur gert skýran greinarmun er að fræðslan er hreinskilnari og opnari. Þetta er að leiða til þess að unglingar eru frekar farnir að bíða með að prófa efni þangað til þeir eru fullorðnir og geta tekið upplýstari ákvarðanir um það sem þeir eru að gera," segir Helgi. Helgi segir refsingar við meðferð fíkniefna vera eins og að ætla að banna framhjáhöld. „Þetta virkar ekki nema með gerræði, sem við viljum væntanlega ekki. Sagan sýnir okkur að þetta virkar ekki," segir Helgi. „Fólk er farið að sjá í gegnum þessa stefnu. Löggæslan er stóra vandamálið og þessi yfirlýsing lýsir vel firringunni sem núverandi stefna er," segir hann að endingu. Tengdar fréttir Vilja aðhaldsaðgerðir í áfengis- og fíkniefnamálum „Stefna og aðgerðir skulu byggjast á bestu fáanlegu vísindagögnum um skilvirkni og hagkvæmni," segir í nýrri stefnu stjórnvalda um fíkniefnamál. 25. janúar 2014 09:56 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir nýútgefna stefnuyfirlýsingu í fíkniefnamálum innihaldslausa og til marks um firringu. „Hún er svo gott sem innihaldslaus og er bara áframhald á því sem er fyrir," segir Helgi um yfirlýsinguna. „Þessi stefnuyfirlýsing er greinilega bara gefin út til að gefa eitthvað út," segir Helgi. Hann segir yfirlýsinguna til marks um það að ekkert muni vera gert í þá átt að draga úr aðkomu löggæslunnar að fíkniefnavandamálum, en hann telur refsinæmi fíkniefnaneyslu vera skaðlega. „Það er ekki heilbrigðiskerfið sem er aðal vandamálið heldur löggæslukerfið. Það er þar sem potturinn er brotinn og við lítum á fíkla sem glæpamenn en ekki sjúklinga," segir Helgi. „Þegar þú ert fíkniefnasjúklingur er ríkið óvinur þinn. Fólk er hrætt við ríkið, ekki að ástæðulausu. Hugsaðu þér að við kæmum svona fram við krabbameinssjúklinga, að það væri ólöglegt að fá krabbamein og þér væri refsað ef þú værir með krabbamein. Vegna þess hvernig tekið er á þessum málum forðast fólk að leita til heilbrigðiskerfisins þangað til það er komið alveg á botninn. Vegna þessa kemur heilbrigðiskerfið að miklu minna gagni en það myndi annars gera," segir Helgi.Árangurinn má rekja til fræðslunnar Í stefnuyfirlýsingunni kemur fram að góður árangur hafi náðst við að draga úr vímuefnaneyslu unglinga. Helgi tekur undir að vel hafi verið gert í málaflokknum hvað það varðar, en það sé þó ekki löggjöfinni sjálfri að þakka. „Árangurinn sem hefur komið fram er afleiðing fræðslunnar. Það er hins vegar ekki hægt að segja það að árangur síðustu ára sé vegna aukins aðhalds, því það hefur frekar verið að minnka ef eitthvað er. Það sem hefur gert skýran greinarmun er að fræðslan er hreinskilnari og opnari. Þetta er að leiða til þess að unglingar eru frekar farnir að bíða með að prófa efni þangað til þeir eru fullorðnir og geta tekið upplýstari ákvarðanir um það sem þeir eru að gera," segir Helgi. Helgi segir refsingar við meðferð fíkniefna vera eins og að ætla að banna framhjáhöld. „Þetta virkar ekki nema með gerræði, sem við viljum væntanlega ekki. Sagan sýnir okkur að þetta virkar ekki," segir Helgi. „Fólk er farið að sjá í gegnum þessa stefnu. Löggæslan er stóra vandamálið og þessi yfirlýsing lýsir vel firringunni sem núverandi stefna er," segir hann að endingu.
Tengdar fréttir Vilja aðhaldsaðgerðir í áfengis- og fíkniefnamálum „Stefna og aðgerðir skulu byggjast á bestu fáanlegu vísindagögnum um skilvirkni og hagkvæmni," segir í nýrri stefnu stjórnvalda um fíkniefnamál. 25. janúar 2014 09:56 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Vilja aðhaldsaðgerðir í áfengis- og fíkniefnamálum „Stefna og aðgerðir skulu byggjast á bestu fáanlegu vísindagögnum um skilvirkni og hagkvæmni," segir í nýrri stefnu stjórnvalda um fíkniefnamál. 25. janúar 2014 09:56