Erlent

Óeirðir brutust út í Eygyptalandi í gær

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Tvö ár eru liðin frá því að Hosni Mubarark var komið frá völdum eftir miklar óeirðir.
Tvö ár eru liðin frá því að Hosni Mubarark var komið frá völdum eftir miklar óeirðir. Mynd/afp
49 eru látnir eftir óeirðir sem brutust út í Egyptalandi í gær. Tvö ár eru liðin frá því að Hosni Mubarark var komið frá völdum eftir miklar óeirðir. Fjöldasamkomur voru víða í Egyptalandi í gær meðal annars í Kairó, höfuðborg Egyptalands.

Til átaka kom á milli stuðningsmanna Mohammed Morsi, fyrrverandi forseta landsins, og þeirra sem styðja herstjórnina. Um 250 slösuðust í átökunum en hundruðir manna hafa fallið frá því í júlí eftir að herstjórnin náði völdum í Egyptalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×