Erlent

Stúdentar yfirtóku háskóla í Búlgaríu

Stúdentarnir afsagnar ríkisstjórnar Búlgaríu og háskólarektors.
Stúdentarnir afsagnar ríkisstjórnar Búlgaríu og háskólarektors. Mynd/getty
Stúdentar í Búlgaríu tóku yfir húsnæði Háskólans í Sofiu aðfaranótt laugardags til að mótmæla bæði ríkisstjórn Plamen Oresharski og háskólarektors. Krefjast stúdentarnir afsagnar ríkisstjórnarinnar og rektorsins.

Á vef Rúv kemur fram að stúdentarnir sem bera ábyrgð athæfinu kalli sig Árrisulu stúdentana en samtökin krefjast aukins lýðræðis í skólum. Telja þeir að kennsla í stjórnmálakenningum vera innantómar ef lýðræðið sé ekki jafnframt stundað daglega.

Árissulu stúdentarnir hafa hins vegar lýst því yfir að athæfið sé ekki á þeirra ábyrgð þrátt fyrir að þeir hafi áður tekið yfir skólann. í Facebook færslu samtakanna kemur fram að þessi leið sé þrautreynd og að samtökin muni samt sem áður halda réttindabaráttu sinni áfram eftir öðrum leiðum. 

Samtökin segja að að öll menntun þurfi að leggja áherslu á gagnrýna hugsun og siðferði, ekki bara þarfir vinnumarkaðarins. Stúdentarnir vilja að stjórnvöld eyði meiru í menntun og breyti háskólum og matskerfi í Búlgaríu þannig að skólarnir verði aftur musteri þekkingar en þeir ekki reknir eins og hvert annað fyrirtæki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×