Erlent

Marlboro-maðurinn látinn úr lungnaþembu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Lawson var í hlutverkinu á árunum 1978 til 1981.
Lawson var í hlutverkinu á árunum 1978 til 1981. vísir/getty
Eric Lawson, einn þeirra sem túlkað hafa Marlboro-manninn svokallaða, lést úr lungnaþembu fyrr í þessum mánuði. Hann var 72 ára.

Marlboro-maðurinn var vinsæl persóna í auglýsingum tóbaksframleiðandans Philip Morris, karlmannlegur kúreki sem reykti eins og strompur. Auglýsingunum, sem hófu göngu sína árið 1954, var ætlað að breyta því viðhorfi neytenda að reykingar filtersígaretta væru kvenlegar.

Lawson, sem byrjaði að reykja þegar hann var 14 ára, er sá þriðji af þeim sem túlkað hafa persónuna sem deyr úr lungnasjúkdómi, en hann var í hlutverkinu á árunum 1978 til 1981.

Síðar kom hann fram í auglýsingaherferð gegn reykingum en að sögn eiginkonu hans reykti hann þá enn, en hann gat ekki hætt reykingunum fyrr en hann greindist með sjúkdóminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×