Erlent

Skotleyfi gefið út á krókódíla

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFPNordic
Yfirvöld í Ástralíu hafa gefið skotleyfi á alla krókódíla sem eru lengri en tveir metrar á svæðinu þar sem 12 ára drengur hvarf eftir krókódílaárás. Lögregla og skógarverðir leita enn að drengnum með bátum og þyrlum.

Sagt er frá þessu á vef CNN.

Ekkert hefur sést til drengsins eftir að krókódíll réðst á hóp ungmenna sem voru að synda í Kakadu þjóðgarðinum. Annar drengur var bitinn í handlegginn. Sérfræðingur sem skoðaði sárin á handlegg drengsins heldur að krókódíllinn sem um ræðir sé um tveir og hálfur til þrír metrar að stærð.

Eftir að skotleyfið var gefið út hafa tveir krókódílar verið skotnir og innihald maga þeirra skoðað. Ekki fundust neinar mannsleifar í magainnihaldi krókódílana. Yfirvöld á svæðinu höfðu varað fólk við að synda á svæðinu eftir að unglingur lifði af árás fimm metra langs krókódíls í janúar á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×