Erlent

Leita drengs sem varð fyrir krókódílaárás

Elimar Hauksson og Jóhannes Stefánsson skrifar
Saltvatnskrókódílar geta verið hættulegir mönnum.
Saltvatnskrókódílar geta verið hættulegir mönnum. AFP
Lögregla og skógarverðir í Ástralíu leita nú 12 ára drengs sem varð fyrir árás krókódíls. Lögregluyfirvöld segja piltinn hafa verið að synda ásamt öðrum ungmennum í Kakadu þjóðgarðinum þegar krókódíllinn nálgaðist hópinn. Annar piltur á sama aldri var bitinn í handlegginn og þurfti að leita læknisaðstoðar en hinn pilturinn hefur ekki fundist.

Mikið er af saltvatnskrókódílum í Kakadu þjóðgarðinum. Kvikmyndin Crocodile Dundee var tekin upp á svæðinu.

Svæðið er afskekkt og lögreglan hefur staðfest að leit að drengnum standi yfir.

Búið er að setja upp mikið af skiltum á svæðinu til að vara fólk við hættunni sem stafar af krókódílunum. Þrettán manns, þar af sex börn, hafa látist af völdum krókódílaárása á seinustu tólf árum.

Daily Mail greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×